Eimreiðin - 01.07.1957, Page 72
EIMREIÐIN
Vaki ég yfir víni og skálum,
veigum dýrum gleðinótt,
yndi lífs og ástamálutn,
óslökkvandi nautnabálum.
Oft er hófið mundangs mjótt.
Söngur í glœstum sölum ómar,
sólskinsfögur glóa blys.
Glymja œsku gleði hljómar,
glóðin ásta i brosi Ijómar.
Allt er glaumur, ys og þys.
Man ég kvenna mjúka limi,
mjóhrygg fagur-íbjúgan,
sveigðan eins og sveip í brimi,
sinastyrk og öklafimi,
þokkan yndis-ástblíðan.
Mati ég hendur, man ég arma,
munn og raka-heita vör,
hjartasláttinn hvelfdra bartna,
hýru-brosin augnahvarma,
glöðu vífin ástumör.
Man ég allt, sem myrkrið dylur
um merg og blóði helguð vé;
— kjarnorkuna kjarninn hylur,
en kjarna málsins enginn skilur.
— Drottni lífsins hneigjutn hné.
Hægið flug um heiða gcima,
hugarórar, staldrið við.
Lof mér ennþá lengi dreyma
lífið bjart og gullin lieima,
langrar ævi lcikjarsvið.