Eimreiðin - 01.07.1957, Qupperneq 76
228
EIMREIÐIN
langt, að því var á endanum skipt
hér um bil í tvennt og lyrri lielm-
ingur þess gefinn út sem skáldsag-
an Of Tirne and the River, sem af
mörgum er talin bezta verk höfund-
arins.
Bréf Wolfes glitra mörg af fyndni
og húmor. Hann ferðaðist mikið
víðs vegar uin Evrópu, og í einu
bréfi sínu frá Frakklandi til vinar
síns vestra segir hann frá því, er
hann var í flugvél yfir Rhonedaln-
um í 3000 feta hæð og sá úti á
engi „svolítinn kvikan púnkt, sem
var að moka mykju: þetta líktist
svo mikið gagnrýnanda, að ég lief
ekki getað lokið við bréf mitt síð-
an.“
Þegar fyrsta bók Wolfes kom út,
ætlaði allt um koll að keyra í fæð-
ingarbæ hans, Asheville í Tennes-
see-fylki, og átti liann í stöðugum
erfiðleikum við skyldfólk sitt og
vini, sem fannst hann hafa hagað
sér óheyrilega, nteð því að nota þá
sem fyrirmyndir í bókinni. Wolfe
sjálfur og hinn samvizkusami og
hógværi ritstjóri útgefandans, Perk-
ins, sem síðar varð góður vinur
höfundarins, voru önnum kafnir
við að útskýra það fyrir einum og
öllum, að rithöfundurinn gæti ekki
komizt hjá því að sækja efniviðinn
í verk sín í eigin lífsreynslu og nota
lifandi persónur sem fyrirmyndir,
en er Perkins las handritið af ann-
arri bók Wolfes, varð hann æfur,
er hann sá sjálfan sig og samstarfs-
menn sína lijá útgáfufyrirtækinu
krufna til mergjar með hinu
óhlífna málfari höfundarins. I.oks
kom að Wolfe sjálfum í þessu til-
liti, þegar Aline Bernstein, sem var
ástmey hans um langt árabil og þó
mörgum árum eldri en liann, gaf
út bók sína Three Blue Suits, sem
inniheldur allberorðar lýsingar á
ástamálum þeirra. Nú brá Wolfe
við alveg eins og hann væri eitt af
sínum eigin fórnarlömbum og skrif-
aði Aline bréf, þar sem liann kvart-
ar yfir því, að „bókin verði hand-
fjötluð og strokin, og hvískrað verði
um hana af maðkétnum litlum
inanngörmum, sein stöðugt þurfi
að reka nef sitt í alla hluti, leita að
fyrirmyndum og gleðjast yfir . • •
hneykslanlegum smámolum".
'Fhomas Wolfe bergði af lirunni
lífsins af óvenjulegri áfergju, eins
og hver dagur væri hans síðasti,
eins og hann væri sér þess meðvit-
andi, að ævi hans myndi ekki verða
löng. Bréfin lýsa innri baráttu
skáldsins, vonum þess, örvæntingu
og sköpunarofsa á heillandi hátt,
og við lestur þeirra lær maður nuk
þess óstöðvandi löngun til þess að
kynnast skáldverkum eins mesta
ritsnillings þeirra Vestanmanna
enn betur en áður.
í sumar kom svo út vestan liafs
annað safn bréfa, sent annar jöfur
á sviði skáldsagnagerðar liefur látið
eftir sig, en það var írinn James
Joyce, sem er gjörólíkur Wolfe i
eðli sínu og hegðan allri og afstöðu
til lífsins, en olli eigi að síður a
sínum tíma mikilli ólgu með verk-
um sínum, ekki sízt Ulysses, sem
sumir segja að hafi bjargað skáld-
sögunni við sem listformi, en aðrir
halda því fram, að með þeirri bók
hafi liann nærri gengið af ensku
skáldsögunni dauðri.
Margir virðast sammála um, að
minning Joyce, sem var geysilega
óvæginn í skrifum sínum og stund-