Eimreiðin - 01.01.1959, Page 25
EIMREIÐIN
9
Hallur: Allir kóngar vilja liafa í sinni höfuðborg flest það,
er ríki þeirra varðar og máli skiptir fyrir vísindin. Og hin
astæðan er sú, að hann vill geta séð um það sjálfur, að ekki
verði svikizt um að þrykkja og útgefa þá bóka-dýrgripi, sem
þarna er um að ræða.
Séra Höskuldur: Hverja hefur hann þá til að sjá um, að
það verði gert?
Hallur: Prófessorana við háskólann í Kaupmannahöfn,
þar á meðal minn eðla frænda. — Ef bækur þessar lægju hér
utI á Islandi, rnundu aðeins fáir menn um þær vita, og svo
§æti farið, að þetta eymdarinnar land gleymdist öðrum þjóð-
um. — þá fyrst verður ísland einhvers metið, ef hinir dönsku
' tsindamenn kynna heiminum bækur þess, sögur og fræði.
Séra Höskuldur: Harla mælskur gerist þú nú. — En eitt-
bvert hugboð hef ég um það, að ekki verði hér allt með felldu.
Hallur: Nei, þér lízt ekki á það? — Það var slæmt.
Séra Höskuldur: Af hverju er það slæmt?
Hallur: Ég er með skilaboð frá frænda mínum, hinum lærða.
Séra Höskuldur: Skilaboð? (Fær andköf.) Þórunn! Hvar
ei'tu, barnið mitt?
Þórunn: Hérna er ég, pápi minn. — Er nú ólukku verkur-
lnn að koma aftur fyrir hjartað?
Séra Höskuldur: Nei, — það lagaðist aftur! — Annars tekur
Það alltaf kippi við og við.
Þórunn: Fer ekki illa um þig?
Séra Höskuldur: Nei, þetta er gott. — Þér er óhætt að fara
banr fyrir aftur. — — Skilaboð, sagðirðu! — ETm livað eru
þau skilaboð?
Hallur: Frændi bað kærlega að heilsa.
Séra Höskuldur: Guð blessi hann. — Var það ekki annað?
Hallur: Hann kvaðst liarma það að geta ekki heimsótt þig,
td að fræðast af þér um fornar bækur.
Séra Höskuldur: Ég hefði líka þurft að spyrja hann. Hver
'eit, nema hann hafi einhvers staðar rekizt á niðurlag bókar-
lnnar minnar. Það er ekki ómögulegt, að einhvers staðar séu
td slitur af öðru eintaki.
Hallur: Víst væri það stór-mikils virði, og engum væri bet-
111 til þess trúandi en honum að hafa upp á slíku.