Eimreiðin - 01.01.1959, Page 28
12
EIMREIÐIN
livað liann vill. — Þig hefur lengi dreymt um að konra bók-
inni þinni í prentverk.
Hallur: Ef þér ekki líkar þessi uppástunga, nær það ekki
lengra. Það verður allt uridir þínum eigin vilja konrið.
Séra Höskuldur: Jæja, lof mér að heyra.
Hallur: Það er önnur fyrirspurn frá frænda nrinum, hvort
þú værir til með að lána honum bókina suður til Skálholts
eða jafnvel til Kaupmannaliafnar í þeim tilgangi, að hann í
fyrsta lagi reyndi að koma henni á prent og í öðru lagi taki
það til athugunar, hvort liann með samanburði geti haft upp
á niðurlaginu. — Það er ekki víst, nenra það finnist í því,
sem hann kann að hafa í fórum sínum.
Séra Höskuldur: En ef bókin glatast hjá honum?
Hallur: Hann gerir sitt bezta til þess, að það komi ekki
fyrir.
Séra Höskuldur: Ekki vantreysti ég frænda Jrínum, en allir
geta orðið fyrir óhappi.
Hallur: Ég sé, að þú getur ekki skilið bókina við þig.
Séra Höskuldur: Nei, ég get það ekki. Á meðan ég tóri,
verður bókin hérna í baðstofuhorninu mínu.
Hallur: Þá nær það ekki lengra. En samt linnst mér rétt-
ara að gera ráðstafanir til þess, að bókin verði afrituð.
Séra Höskuldur: Komist ég á fætur aftur, mun ég ekki
liætta, fyrr en Jrað tekst. — Ef drottni þóknast að burtkalla
mig, geta Jreir, sem eftir lifa, ráðið, hvað Jreir gera. Þó vil ég
ekki, að bókin fari úr eigu dóttur minnar eða hennar afkom-
enda.
Hallur: Það ætti ekki að vera nein hætta á slíku. Frændi
minn mundi sjá um, að bókin kæmist aftur undir þeirra um-
sjá. — En ég vænti þess, að forsjónin muni unna Jrér bata,
og þá er Jretta mál úr sögunni. Ég bið þig aðeins að fyrir-
gefa, hafi ég móðgað þig. Það var ekki með vilja gert.
Séra Höskuldur: Ég veit Jrað. — Ég hefði ekki átt að rjúka
svona upp.
Þórunn: Ég held, að Jrað sé bezt, faðir minn, að þú revnir
að komast til náða. Hallur kemur lram með mér og þiggur
góðgerðir, áður en hann gengur til hvílu. — Það má alltaf
ræða þetta síðar.