Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1959, Side 58

Eimreiðin - 01.01.1959, Side 58
42 EIMREIÐIN — Sér er nú hver söngurinn, segir annna, eins og til að leiða talið frá þessu. — Kemur mamma með okkur suður í Fossvog í dag? spyr Dísa nú. — Ekki held ég það, ljósið mitt, segir annna. Hún ætlar víst að fara eitthvað annað. En nú skulum við korna og vita, hvort afi er búinn að klæða sig, svo að við getum farið 'að komast af stað út í góða veðrið. Áslaug er komin í nýja, hvíta kjólinn sinn, og nú situr hún fyrir framan spegilinn og er að ljúka við að snyrta sig. Hún á erfitt með að rísa á fætur. Hana svíður undan því, sem litla stúlkan hennar sagði, og hún var hvað eftir annað að hugsa um að kalla á hana. En hún gat ekki fengið sig til þess. Það er eins og Dísa sé hætt að kæra sig um hana. Hún biður aftur og aftur um leyfi til þess að fá að sofa inni hjá afa og önnnu og er oftast hjá þeim á daginn, þegar hún er ekki úti að leika sér. Áslaug kippist við og lítur á klukkuna. Nú má hún engan tíma missa. Hún lýkur við að búa sig og læðist svo út úr sínu eigin húsi. Hún nær sér í bíl á næsta götuhorni og lætur aka með sig út úr bænum og alla leið upp undir Baldurshaga. Þar fer hún úr bílnum og Iileypur áfram spottakorn yfir móa og mela. Vonandi man hún rétt, hvar þau höfðu ákveðið að hittast. — Halló, Áslaug, er kallað með þróttmikilli karlmannsrödd. Hún hrekkur við og lítur upp. Þarna er Gunnar, rétt skammt frá henni. Hann er í nýjum, ljósgráum fötum, sem fara vel við svart hárið og dökkan yfirlit. Hún ætlar ekki að segja honum frá ákvörðun sinni fyrr en allra seinast í kvöld, eða þá skrifa honum á morgun. Gunnar kemur á rnóti lienni með útbreiddan faðminn. — Ég er hérna með tjald og heila búslóð, segir hann. Nú skulum við flýta okkur langt inn í óbyggðir og nenta þar land. Áslaug undrast, hvað Gunnar er ör og glaður, og henni flýgur í hug, að hann hafi smakkað vín, þó að hann geri annars lítið að því.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.