Eimreiðin - 01.01.1959, Qupperneq 58
42
EIMREIÐIN
— Sér er nú hver söngurinn, segir annna, eins og til að
leiða talið frá þessu.
— Kemur mamma með okkur suður í Fossvog í dag? spyr
Dísa nú.
— Ekki held ég það, ljósið mitt, segir annna. Hún ætlar
víst að fara eitthvað annað. En nú skulum við korna og vita,
hvort afi er búinn að klæða sig, svo að við getum farið 'að
komast af stað út í góða veðrið.
Áslaug er komin í nýja, hvíta kjólinn sinn, og nú situr
hún fyrir framan spegilinn og er að ljúka við að snyrta sig.
Hún á erfitt með að rísa á fætur. Hana svíður undan því,
sem litla stúlkan hennar sagði, og hún var hvað eftir annað
að hugsa um að kalla á hana. En hún gat ekki fengið sig
til þess. Það er eins og Dísa sé hætt að kæra sig um hana.
Hún biður aftur og aftur um leyfi til þess að fá að sofa inni
hjá afa og önnnu og er oftast hjá þeim á daginn, þegar hún
er ekki úti að leika sér.
Áslaug kippist við og lítur á klukkuna. Nú má hún engan
tíma missa. Hún lýkur við að búa sig og læðist svo út úr
sínu eigin húsi.
Hún nær sér í bíl á næsta götuhorni og lætur aka með
sig út úr bænum og alla leið upp undir Baldurshaga. Þar
fer hún úr bílnum og Iileypur áfram spottakorn yfir móa og
mela. Vonandi man hún rétt, hvar þau höfðu ákveðið að
hittast.
— Halló, Áslaug, er kallað með þróttmikilli karlmannsrödd.
Hún hrekkur við og lítur upp. Þarna er Gunnar, rétt
skammt frá henni. Hann er í nýjum, ljósgráum fötum, sem
fara vel við svart hárið og dökkan yfirlit. Hún ætlar ekki
að segja honum frá ákvörðun sinni fyrr en allra seinast í
kvöld, eða þá skrifa honum á morgun. Gunnar kemur á rnóti
lienni með útbreiddan faðminn.
— Ég er hérna með tjald og heila búslóð, segir hann. Nú
skulum við flýta okkur langt inn í óbyggðir og nenta þar land.
Áslaug undrast, hvað Gunnar er ör og glaður, og henni
flýgur í hug, að hann hafi smakkað vín, þó að hann geri
annars lítið að því.