Eimreiðin - 01.01.1959, Qupperneq 59
EIMREIÐIN
43
Nei, hann er víst svona öruggur um framtíðina og glaður,
aí því að þau eru saman.
Þau ganga enn góða stund, þangað til þau koma að lækjar-
sprænu. Þar tjalda þau á ofurlitlum grasbala.
— Þá er íbúðin okkar tilbúin, segir hann. Ein stofa og
°endanlega stórt eldhús með rennandi vatni, og hérna hef
e8' b'ka teppi til þess að breiða á stofugólfið.
— Eg vildi óska, að þessi dagur tæki aldrei enda, segir
Áslaug.
Gunnar lítur snögglega á hana, og brosið hverfur af and-
liti hans.
Nú spyr hann mig að því, hugsar hún hrædd.
Það er eins og einhver skuggi leggist yfir þau. En Gunnar
sPyr ekki neins, og Áslaugu léttir aftur. Hann stingur upp á
þvh að þau gangi dálítinn spöl, áður en þau fara að borða,
°g þau leiðast af stað eins og áhvggjulaus böm. Þau tala
fátt. Það er eins og þau hafi einhvern beyg af orðunum.
iJegar þau fara að þreytast, snúa þau aftur heim í landnám
sitt.
bað er komið hádegi. Dagurinn er einn af þessum dásam-
legu, íslenzku sumardögum, sem lifa í minningunni og lýsa
°g verma í löngu skammdegi. Það bærist ekki strá fyrir
ttunnsta andblæ, og loftið er höfugt af gróðurilmi.
— Hvergi er himinninn eins blár og grasið jafngrænt og
ller heima, segir Gunnar.
— Enn þá er langt til kvölds, segir Áslaug.
Þau breiða dúk á grasið fyrir utan tjaldið og taka upp
Uestið, en þegar til kemur, hefur hvorugt þeirra minnstu mat-
arlyst. Þau reyna að leika livort á annað og leyna ógeðinu
a niatnum.
Gunnar opnar flösku og hellir í glösin þeirra.
— Nei, ekki þetta, segir Áslaug. Við höfum aldrei drukkið
Vln saman.
~~ Þér er óhætt að dreypa á því, það er alveg meinlaust,
segir Gunnar.
~~ burfum við þess, segir hún og lítur á hann.
~~ Já, í dag. Þetta er ekki venjulegur dagur.