Eimreiðin - 01.01.1959, Page 68
52
EIMREIÐIN
á landi liér, t. d. hangir á einum veggnum gömul lýsiskola,
en þar er raunar annar gripur, sem rninnir á kolu og Viggo
Zadig rakst á í Ölpunum endur fyrir löngu, telur hann, að
livort tveggja eigi sama uppruna. Sennilega liefur kolulíktir
lampi verið notaður við Miðjarðarhaf endur fyrir löngu.
Við munum brátt láta undrun okkar í ljós sökum þess,
hversu vel hinn aldni gestgjafi talar móðurmál okkar og'
spyrja hann, hvort liann eigi kost á því að tala það að stað-
aldri. Við munum þá fá það svar, að íslenzkunám hans hafi
verið vetrardvöl á íslandi 1904—’05 og Þorsteinn Erlingsson
hafi verið aðalíslenzkukennarinn hans. Um leið og Þorstein
ber á góma, kynnumst við áberandi eiginleika í fari þessa
ágæta manns, en það er órofa tryggð, sem áður fyrr þótti
sjálfsagður þáttur í skapgerð gáfaðra heiðursmanna, en
hefur lækkað nokkuð í gengi eins og rnargar aðrar dyggðir
hér til lands á síðustu árum. Vináttusamband Viggós við Guð-
rúnu Erlings er óbreytt eftir 54 ár og hefur gengið í arf til
barna hennar og barnabarna. Að sjálfsögðu hefur Viggo Zadig
þýtt kvæði eftir Þorstein Erlingsson á sænsku, og ég birti hér
síðustu þrjár línurnar úr kvæði Þorsteins Til Guðrúnar:
„Men, kara, clu var mig sá spiid och sá ung,
en frostnatt i maj kunde bli dig for tung.
Den frostnatt ej jag ville vara."
Áður en við vitum af, erurn við komnir til Reykjavíkur
aldamótaáranna, og leiðsögumaðurinn er Viggo Zadig. Hann
er þá 24 ára, f. í júlímánuði 1880, sonur sápuframleiðanda
í Málmey, en afi hans var Þjóðverji, sem fenginn hafði ver-
ið til Málmeyjar til þess að kenna Svíum sápugerð. Þótt
skjótur verzlunarframi biði Viggós í fyrirtæki föðurins, stóð
hugur hans meir til heimspeki, bókmennta og tungumála en
verzlunarstarfa, þótt hann veitti föður sínum mikla aðstoð
við rekstur verksmiðjunnar, og byrjaði seinna háskólanám
fyrir vikið. Þótt ísland væri þá eyjan ókunna í enn ríkara
mæli en nú, hugkvæmdist honum að setja sig inn í kjarna
norrænna mála og sögu með því að fara til íslands, og þess
hefur hann aldrei iðrazt. 4'altýr Guðmundsson, prófessor við
Kaupmannahafnarháskóla, veitti lxonum fyrstu hagnýtu upp-