Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 105
EIMREIÐIN
89
1 ann ég til gleði eða kvalar? Já, til gleði og kvalar, örvænt-
lngarblandinnar gleði! Já, maður fer þá að elska á nýjan
ieii;> ■ . . með sitt rúnum rista andlit og sinn gljáða skalla!
En hví er ég að skýra þér frá öllu þessu, vina mín? Guði sé
l°f, að þú ert allt of skvnsöm til þess að skoða þessa sögu
Sem nokkurn harmleik!“
Efún sagði mjög lágt: „Já ... já ..." og svo bætti hún við
t *tlr andartaks þögn:
„Þú veizt vel, að mér getur þú sagt alla hluti. Hverjum
ættlr þú að trúa fyrir hlutunum, ef ekki henni Betu? En nú
ei ég líka orðin róleg. Þessi kona mun ekki geta orðið þér
mikils virði miklu lengur . . .“
Elísabet hafði í rauninni allt frá fyrstu séð Andreu litlu
1 ’éttu ljósi; því að það var um Andreu að ræða, var það
fckki? Andrea var ein af þeim konum, sem yfirgefa allt til
að ryðja sér braut í heimi athafna og lista. Hún yfirgaf ung-
an eiginmann og þriggja ára barn sitt í Bordeaux til þess að
rYðja sér braut í listaheimi Parísar.
„En sjálfur hefur þú sagt, Lúðvík, að málverk hennar
lafi ekki neitt sérstakt gildi.“
Hann fullvissaði hana um, að Andreu hefði farið alveg
otrúlega fram í list sinni síðustu mánuðina. Hún elskaði
lst sína framar öllu öðru á jörðunni. Því neitaði Elísabet
ekki. J
’Já, hvað er það ekki, sem hún getur fengið sig til að
§eia vegna listar sinnar? Nú hefur hún hangið utan í þér
Sem blóðsuga árum saman til þess að læra af þér og. . .“
„Mér finnst ekki, að ég hafi í rauninni gert neitt fyrir
hana..
’Jú, það finnst mér.“
Er Elísabet hafði hreyft öxl sína sér til hagræðis, færði
arm sig frá henni til þess að hvíla höfuð sitt betur á svölum
SVasflinum. Og hann greip nú ekki fram í fyrir konu sinni,
Sem skyndilega var orðin vel mælsk. Nú, var það ekki Lúðvík
að þakka, að Andrea hafði fengið að sýna í Tuileries? Og
hvi
erjum var að þakka sýning hennar hjá Druet? Og hvernig
lafði hún fengið tækifæri til þess að myndskreyta þessar
^kur, sem gefnar voru út í rándýrri útgáfu? Og hvernig