Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 106
90
EIMREIÐIN
var því farið með leiktjöldin, sem hún málaði fyrir rússnesku
ballettana?
„Hefur hún nokkru sinni selt eitt málverk, án þess að þú
hafir hjálpað ltenni til þess? Þú veizt vel, að tilveru sína
sem listakona á hún þér einum að þakka.“
Elísabet talaði mjög hátt án þess að hugsa um, að nóttin
var tekin mjög að eldast. Hún talaði svo mikið, að hún
heyrði hann ekki stynja við lilið sér. Hann varð loks að
grípa fram í fyrir henni stynjandi:
„Svona, svona, Beta mín! Hættu nú! Jni særir mig.“
Hún skildi, að hún hafði rifið ofan af liálfgrónu sári.
Hún fylltist óróa og þrýsti tárvotu andliti hans að brjósti
sínu á nýjan leik.
„Ég laug! Ég lét undan ljótri hneigð. Eins og ég viti ekki,
að auðvelt er að elska þig! “
„Nei, það var satt, sem þú sagðir. Tilvera hennar sem lista-
kona er að nokkru leyti mér að þakka. En Itún viðurkennir
það ekki fyrir sjálfri sér. Hún vill sjálf trúa því, að hún
elski mig. Til er fólk, sem eingöngu finnur til ástríðna,
þegar það getur haft hagnað af þeim. Andrea er í rauninni alveg'
hreinskilin. Það getur enginn vafi á því leikið. Maður gerir sér
ekki grein fyrir því, hve viljinn leikur stórt lilutverk á vett-
vangi ástarinnar, að minnsta kosti á vettvangi ástar af vissri
tegund. (Já, sú ást, sem hefur heltekið mig, smýgur mér í
merg og bein, líkt og vindurinn næðir á milli þéttra greina.
Það er ekkert viðnám liægt að veita. Ég læt storminn aðeins
rnerja mig og kremja, tæta mig og feykja mér stynjandi um
koll.) En Andrea vill elska mig. Ást hennar til mín er hluti
af æviáætlun hennar. Ég segi henni aftur og aftur, að öll gleði
mín sé fólgin í að verða lienni að liði . . . En það er lygi. Ég
mun aldrei geta trúað því, að hún elski mig í rauninni, get
ekki trúað því, vegna þess að ég þjóna hagsmunum hennar.“
Elísabet þrýsti honum aftur að sér og endurtók:
„Eins og ég viti ekki, að auðvelt er að elska þig!“
„Já, en um þig gildir nú öðru máli, vina mín.“
Hún þrýsti honum aftur að sér, en ekki eins þétt. Og hún
hvíslaði: „Það, sem þú segir, er liræðilegt . . .“ Þá vildi hann
skýra það fyrir lienni, við hvað hann ætti. Hjón eru tengd