Eimreiðin - 01.01.1959, Page 110
94
EIMREIÐIN
„Sef? Ég veit það varla.“
„Lúðvík, þú hefur tekið eftir, að ég hef hlustað róleg á
þig sem góður vinur. Mér er sama um allt, ef ég aðeins glata
ekki trausti þínu til mín. Segðn mér . . . Þú verður að lofa
að segja mér sannleikann ... Er hún ástmey þín? Já, er það
ekki satt? Ég sver þér, að ég læt mig það ekki miklu skipta . . .“
Hún liggur á hnjánum í rúminu og beygir sig yfir hann
til þess að reyna að ráða leyndarmál lians, en í myrkrinu
getur hún varla greint stirðnað andlit hans.
„Væri hún það, yndið mitt, rnyndi ég játa það fyrir þér
núna. Nei, hún er ekki ástmey mín.“
Elísabet andvarpaði djúpt og sagði í hálfum hljóðum: „Hún
skorast þá undan, . . . synjar . . . Hún lætur ganga eftir sér . .
Vissulega hlaut það að vera hin barnalega hégómagirni, seni
fékk Lúðvík til að svara, „að hún væri fyrir löngu orðin
hans, hefði liann viljað }rað.“
Hann huldi andlitið í olnbogabót sér. F.lísabet virti hann
gaumgæfilega fyrir sér. Hún sá, að þjáningin geislaði á nýjan
leik innan úr honum út í húðina, líkt og sjóðandi vatn
ólgar í katli.
„Nei, hún skorast ekki nndan, svnjar ekki . . . Hví skvldi
ég vera að dylja þig þess? Oft höfum við staðið frannni á
hengiflugi uppgjafarinnar. Oft hefði ég aðeins þurft að taka
af skarið. . . En orð hennar, í rauninni orð, þrungin blíðu,
læstu ætíð í mig helklóm sínum á þeim augnablikum, hrintu
mér aftur niður í djúp örvæntingarinnar: „Geri ég þig 1
rauninni liamingjusaman?" spurði hún ætíð. Skilurðu? Hún
fellst á að gefast mér öll, til þess að ég verði hamingjusam-
ur, en aldrei gefur lnin það til kynna með einu orði, að ég
gæti veitt henni nokkra hamingju . . . Hvers vegna hlærðu?“
„Af því að þú hefur sjálfur svo oft spurt mig þessarar spurn-
ingar: Geri ég þig hamingjusama?“
Hann maldaði í móinn og sagði, að þeirra í milli liefði
slíkt aldrei þýtt, að hann væri tilfinningalaus. í munni vin-
konu hans liöfðu þau hin sömu orð allt aðra þýðingu. Hann
þagði við gremjufullur og hugsaði: Beta miðar líka allt við
sjálfa sig.