Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 112
96
EIMREIÐIN
lega skeytingai'lausa um allt og þá. Ég sagði, að mér þætti
það leitt, að ég gæti ekkert fyrir hana gert. En ég þorði
ekki að spyrja hana þess, htað þjáði hana svo. Þá sagði hún
skyndilega: „Það er svo þýðingarmikið fyrir mig að mega
koma hingað til yðar með allt, sem kvelur mig og særir.“ Ég
skalf af ótta við, að hún segði meira. Ég vissi fyrir fram, að
orð hennar myndu mala mig mélinu smærra. En þá bætti
hún skyndilega við: „Ég á enn þá list mína eftir. En maður,
sem dvelur alltaf í huga mér, getur einnig eyðilagt þrá mína
til að mála.“ Kvölin byrjar aldrei hjá mér, fyrr en nokkrn
eftir að ég verð fyrir áfalli. Þess vegna notfærði ég mér það,
að ég fann ekki enn til kvalanna eftir það áfall, sem ég hafði
nú orðið fyrir. Og ég bað hana því um að neita mér ekki uin
þá hamingju, að fá að vera trúnaðarvinur hennar. En náföU
andlit mitt hefur víst vakið hjá henni tortryggni, því að hún
hætti við að segja meira urn það, fullvissaði mig aðeins urn,
að þetta væri allt helber ímyndun hjá sér, . . . að ímyndunar-
afl hennar væri aðeins sjúklega sterkt. En ég sagði það þa
við hana, sem ég hugsaði: „Haldið þér, Andrea, að ég hafi
nokkru sinni vonað, að ég myndi aleinn fylla hjarta yðar og
hug?“ Er ég endurtók þessi orð upphátt, gerði ég mér skyndi-
lega grein fyrir því, að þetta hafði í rauninni alltaf verið trylU'
asta ósk mín. Hún virtist hugsa sig um, sagði svo: „Ef td
vill get ég sagt yður það einhverju sinni síðar, en ekki nú 1
kvöld. Þar að auki er ekki frá neinu að segja í raun og veru-
Þér megið ekki halda, að ég sé sorgbitin. Ég er ef til vill a®'
eins döpur í huga nú í svipinn.“
Ég fylgdi henni að bílastæðinu í gegnum öll þrengsli °S
allan þys sunnudagsins. Hún undraðist, að ég settist ekki inn
í bílinn við lrlið hennar eins og venjulega. Ég sá hana hnipra
sig saman úti í horni bílsins. Hún veifaði ekki til mín. Ég
veit, að þú undrast það, sem ég nú segi, Beta: Ég er ekk'
orðinn afbrýðisamur enn þá, hversu dapur, sem ég er. $11
þjáning er enn eftir. Hún hefur alls ekki gripið mig enn þa'
En hvað þér hlýtur að finnast ég vera einkennilegur, þér, og
þínu rólega hjarta. Mitt hrós skaltu hljóta, hvað sem þu
sjálf segir: Afbrýðisöm ertu ekki!“
Hún hélt áfram að hlæja og fullvissaði hann um, að hr>n