Eimreiðin - 01.01.1959, Page 125
EIMREIÐIN
109
Á leið sinni í símann gekk liann fram lijá Elísabetu, sem
sat við sauma. Og hún sagði alveg eðlilegri röddu:
.,Það er Andrea.“
Hann skildi ekki, livað Andrea vildi honum. Hann hlust-
aði eftir röddinni. Jú, Jrað var hennar rödd. Hann þekkti
hljóm raddarinnar. Hún talaði alltaf eins og hún væri móð
°g rödd hennar væri komin að því að bresta. Hann ein-
beitti loks athygli sinni til þess að heyra orðin:
,.Ég verð endilega að hitta þig í dag ... Ég veit vel, að
það er ekki skynsamlegt, en, elsku vinur, . . . ég hef ekki hug-
lekki til þess að bíða þar til daginn eftir morgundaginn.“
Er hann gekk aftur um dagstofuna á leið sinni til vinnu-
stofunnar, undraðist hann, að Elísabet sat enn þá á sama stað
við handavinnu sína. Fyrir henni var þannig ekkert óbreytt,
• • • ekkert öðru vísi en áður. Henni hafði þessi guðdómlega
’ttínúta ekkert fært. Hann kyssti hana á ennið, um leið og
hann gekk fram hjá henni, og hún brosti til hans. Hann
Hgðist á legubekkinn í vinnustofunni, lokaði augunum og
einbeitti liuga sínum að liamingju sinni: Hún þráir að sjá
mig. Hún kemur einhvern tíma eftir liádegið. Hún segir,
hún hafi ekki hugrekki til þess að bíða þar til daginn
eftir morgundaginn. Hversu mjög sem ég hef þjáðst, hef ég
nú santt uppskorið launin fyrir þjáningu mína. En hvað dags-
ijósið. . . birtan er fögur í dag! bað er næstum ótrúlegt, að
’ttaður á mínum aldri búi enn yfir slíkum hæfileika til þess
að vera hamingjusamur! Ég er hamingjusamur! Hún sagði,
aÓ hún þvldi ekki að bíða lengur. Hún vill hitta mig, hvað
Sem það kostar. Hún getur alls ekki án mín verið, þegar hún
er brygg. Hún er hrygg . . . líklega segir hún við mig enn á ný:
»Það eitt, að geta hallað mér að þér...bara það eitt er mér
óumræðilega mikils virði.“ - Ó, Guð, það er þó ekki ég,
Sein á sök á hryggð hennar!
Lúðvík hafði þegar risið upp á ný. Hann tók að skrefa
Lam og aftur um vinnustofuna, um leið og hann endurtók
°rÓi til orðs það, sem Andrea hafði sagt, . . . þangað til sál hans
óafði sogið allt það eitur úr þeim orðum, sem hann þarfn-
aðist til þess að geta Jrjáðst.
Þýtt úr dönsku.