Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 130
114
EIMREIÐIN
Maðurinn: Ó, þá það. Aumt er að vera fátækur. Allur
heimurinn er á móti hinum fátæku.
Undirforinginn: Hver ert þú?
Maðurinn: Þú yrðir engu nær, þó að ég segði þér það, en
mér er sama. Ég er Jimmy nokkur Walsh, götuvísnasöngvari.
Undirforginginn: Jimmy Walsli? Ég kannast ekki við það
nafn.
Maðurinn: Ó, í raun og veru kannast þeir vel við það í
Ennis. Hefurðu nokkurn tíma verið í Ennis, undirforingi?
Undirforinginn: Hvers vegna komstu hingað?
Maðurinn: í raun og veru kom ég á dómþingið, ætlaði að
ná mér í nokkra skildinga liér eða þar. Ég kom með sömti
lestinni og dómararnir.
Undirforinginn: Jæja, úr því að þú komst svo langt að,
geturðu eins vel farið lengra. Farðu burt héðan.
Maðurinn: Það ætla ég, það ætla ég. Ég ætla að halda áfram
þangað, sem ég var að fara.
Undirforinginn: Ivomdu frá þessum stiga. Engum er leyh
að ganga ofan hann í kvöld.
Maðurinn: Ég ætla bara að sitja í efstu tröppunni í von
um að hitta sjómann, sem vill kaupa af mér vísur, svo að
ég geti íengið mér kvöldmat. Þeir eru vanir að lara seint
um borð aftur á kvöldin. í Cork sá ég þeim oft ekið niðui'
á bryggjuna á handvagni.
Undirforinginn: Haltu áfram, segi ég. Ég kæri mig ekki
um að hafa neinn eigrandi hér á bryggjunni í kvöld.
Maðurinn: Jæja, ég skal fara. Kjör fátæklinganna eru hörð-
Kannske þú viljir fá eina? Hér er ágæt pappírsörk, (sný1'
einni við). „Huggunin og pípan“ — hún er léleg. „Viðhöggv"
arinn og geitin" — hún er ekki fyrir þig. „Jóhann Foss“ "
það er yndislegt kvæði.
Undirforinginn: Haltu áfram.
Maðurinn: Bíddu, þar til þú ert búinn að heyra það-
(Syngur)
Ríka bóndadóttirin, sem bjó í nánd við Ross,
hún biðlaði til liermanns, að nafni Jóhann Foss.
Móðir hennar sagði þá: „Ég hreint af göflum geng,
ef giftist þú og bindast vilt þessum Fjalla-dreng.“