Eimreiðin - 01.01.1959, Side 138
122
EIMREIÐIN
lagi, og þakka þér fyrir. Þú gerðir mér góðan greiða í kvöld,
og ég er þér mjög þakklátur. Getur verið mér auðnist að
endurgjalda þér liann að fullu, þegar smælingjarnir upphefj-
ast og mikilmennin niðurlægjast. . . þegar kjörum vor allra
verður breytt (veifar hendinni og hverfur), þegar tunglið rís.
Undirforinginn (snýr sér frá áhorfendunum og les aug-
lýsinguna): Eitt hundrað pund í verðlaun! Eitt hundrað pund!
(Snýr sér að áhorfendum.) Skyldi ég vera eins mikið flón og
mér finnst ég vera?
TJALDIÐ.
Þóroddur Guðmundsson
þýddi.
Athugasemd við leikritið: ÞEGAR TUNGLIÐ RÍS.
Granja (Granuile, Gráinne) var dóttir Kormáks (Kormac mac Airt)
konungs í Tjöfru (Tara) á írlandi (um 250 e. Kr.). Granja var heit-
bundin Finni (Finn mac Cumhaill), sem virðist hafa verið lierforingi
Kormáks konungs. Af Finni og köppum hans, Finnsrekkum, eru marg'-
ar þjóðsögur. Frægust þeirra er Eftirförin eftir Diarmiði og Grönju. E»
jtau struku úr veizlu, sem efnt var til vegna festarmála Finns og Grönju,
hjá föður hennar í Tjöfru. En Granja elskaði Díarmíð og beitti hann
töfrum. Þau lifðu lengi saman og farsæl.
Ævi Díarmíðs lauk þannig, að hann beið bana fyrir gelti einuni,
stm reif hann á hol. Finnur átti þess kost að lækna Díarmíð með lind-
arvatni, sem hann sótti honum. En á leiðinni til síns forna, helsærða
andstæðings með vatnið í lófum sér, Jivarflaði Finni Granja í hug og'
lét vatnið tvívegis renna niður. í Jtriðja sinn kom hann að vísu með
vatnið til Díarmíðs. En þá skildi öndin við líkama hans.
Granja sendi menn eftir líki Díarmíðs. En Borgar-Öngus, fóstri hans og
verndari, unnti þeim þcss ekki að taka líkið. „Þótt ég geti ekki lífgað
hann við, þá mun ég blása anda í brjóst hans, svo að hann megi ræða
við mig hvern dag,“ sagði Öngus.
Þegar „maðurinn“ í leikritinu talar um, að undirforingjanum „g®11
liafa verið eins gott að fylgja Grönju,“ er efalaust liafður í huga flótti
hennar með Díarmíði frá því ófrelsi að vera gefin nauðug.
Granja er skoðuð sem persónugervingur írlands og frelsistákn írsku
þjóðarinnar.
Þýðandi.
Heimildir m. a.:
F.ncyclopædia Britannica og írskar fornsögur í þýðingu Herm. Pálssonar-