Eimreiðin - 01.01.1959, Page 155
Stefán frá Hviladal: FRÁ LIDNE
DAGAR, dikt i utval, norsk
omdikning ved Ivar Orgland;
Fonna forlag, Oslo 1958.
Norski sendikennarinn við Flá-
skóla ísland, ívar Orgland, hefur
ekki setið auðum höndum, síðan
kann kom hingað. Fyrst lagði hann
‘l"c kapp á læra íslenzku, einkurn
•’útímamálið. Síðan tók hann að
kynna sér nýrri bókmenntir vorar,
serstaklega ljóð. Þegar honum óx
v‘úd á tungunni, hóf hann rann-
sókn á lífi og list Stefáns frá Hvíta-
úal og gerðist hvað af hverju stór-
Vlrkur ljóðaþýðandi og kynnir ís-
ú-'nzkra bókmennta í Noregi og
n°rskra bókmennta á íslandi. Ár-
'955 kontu út þýðingar hans á 41
kvæði eftir Davíð Stefánsson frá
^agraskógi í bók, sem heitir Eg
s‘gler i haust. Framan við kvæðin
er mynd af Davíð og ritgerð um
*'ann og skáldskap hans eftir Org-
'and. Sú bók fékkst ekki út gefin
1 Noregi, og kostaði Helgafell út-
Rafuna. En henni var tekið vel i
norskum blöðum, og hefur hún
v°nandi selzt.
-Ánnað úrval íslenzkra ljóða í
norskri þýðingu Orglands birtist
s'° fyrir jólin í vetur, sem leið, og
þessu sinni á kostnað norsks
'ngefanda: 30 kvæði eftir Stefán
r‘l Hvítadal. Fonna forlag heitir
fyrirtækið, en framkvæmdastjóri
þess er ívar Eskeland. Hefur ekkert
verið til sparað, að frágangur bók-
arinnar væri með ágætum. Fremst
er mynd af Stefáni, ásamt rit-
handarsýnishorni. Á undan þýð-
ingunni er grein eftir Halldór
Kiljan Laxness: Stefán frá Hvíta-
dal, þýdd af ívari Eskeland, því
næst grein eftir Orgland: Stefán
frá Hvítadal og Noreg. Meira en
helmingur kvæðanna, eða 16, eru
úr Söngvum förumannsins, 6 úr
Óði einyrkjans, 4 úr Helsingjum
og 4, sem skáldið orti eftir að sú
bók kom út.
Allt eru þetta úrvalskvæði og, að
mínum dómi, úrvalsþýðingar. Ég
hef lesið þær margoft og borið í
huganum saman við anda, hreim og
hryngjandi frumkvæðanna. Gaman
hefur mér þótt að heilsa upp á þessa
gömlu æskuvini í nýjum fötum:
Vorsól, Mamma, Hún kyssti mig,
Erla. Ég hef að vísu verið dálítið
feiminn í fyrstu við endurfundina,
líkt og þegar fallegar stúlkur koma
heim eftir langa fjarvist. En svo
takast ástir við endurnýjuð kynni,
jafnvel heitari en fyrr. Þetta er
ekki sagt út í bláinn. Fagurlega
túlkar Orgland minningarljóð Stef-
áns um konur: Förumannsóður,
Seytjándi mai, Þœr gleymast varla,
Frá liðnum dögum. Að því leyti er