Eimreiðin - 01.01.1959, Síða 158
142
EIMREIÐIN
um liöfðingjasið. Gjöfin var einn af
mínum beztu dýrgripum: Kveðling-
ar hans. Vísu skrifaði hann á
fremsta blaðið:
Fagna ég því, að fleygur sést
fugl, er geðjast þjóð og landi.
Vestanáttin vildargest
vel hefur leitt í hlað á Sandi.“
Kanadaþistill Guttorms er vildar-
gestur líkt og fyrri bækur hans og
ætti að vera tekið fegins hendi.
Guðmundur Ingi Kristjánsson:
SÓLDÖGG, bókaútgáfan
Norðri, Rvík 1958.
Guðmund Inga og heiminn virð-
ist aldrei hafa skilið á um neinn
hlut. Þegar önnur skáld víta sam-
tíð sína, kveður hann veröldinni
lof. Flest eru þau óánægð með hlut-
skipti sitt og telja brauðstritið böl.
Hann gleðst yfir dagsins önn sem
liirðir og sáðmaður. Líkt og rótlaust
þang berast mörg þeirra fyrir bylj-
um og stormi í lífsins ólgusjó. Hann
unir glaður í sínum heimareit. Þau
berjast áralangri baráttu við að fá
ljóð sín lullgerð. Snn'ði kvæða hans
tekur oft aðeins einn dag og sjald-
an meir en mánuð. Þeim, sem
efast um þetta, get ég sagt það, að á
heilum vetri, sem við Guðmundur
vorum samtfða, orti hann oft gam-
ansöm tækifærisljóð að morgni og
las þau upp l'yrir heimamönnum
síðdegis við hlátur og hrifningu og
brást ekki bogalistin. Svo rík er
hagmælska hans og hnittni.
Gamansemin er einn höfuð-
kostur Guðmundar sem skálds.
Stundum gerir hún ljóð hans að
listaverki, þvi að til þess hrekkur
ekki hagmælskan ein saman. Ásamt
kímninni er samúðin mesta heilla-
dxs hans. Ég liygg, að hún sé upp-
spretta lífsskoðunar skáldsins. Guð-
mundur kennir allar bækur sínar
við sól, og fer vel á því. Ljós og
ylur einkenna ljóðin. Þau eru
fyrst og fremst lofsöngvar um líf og
störf þess fólks, sem á allt sitt undir
sól og regni. Flest eru þau ofin úr
tvenns konar þráðum. Uppistaðan
er lífsreynsla höfundarins, kynni
hans af samtíð og sögu, ívafið fögn-
uður yfir þeirri reynslu, þeim kynn-
um, þrungin góðvikl og þökk til
förunauta frá vöggu til grafar.
Fyrst vakti Guðmundur athygli
með kvæðum um ræktun, hey og
húsdýr: Sólstafir 1938. Fæst þeirra
standast jxó tímans tönn. Langbeztu
kvæðin í þessari fyrstu bók hans
voru sögulegs efnis: Ilmur úr grasi,
Solveig Hrafnsdóttir, enda glæsileg
byrjandaverk. í næstu bók, Sólbráð,
gætti staðbundinna tækifærisljóða
um of. Söguljóð eins og Séra Jón á
Iiægisá eru senr fyrr atkvæðamest.
Önnur beztu kvæði Sólbráðar eru
Viðbúnaður, haglegu dulin glóð
undir felhellunni, og / draumi
komstu, fögur mynd, gædd kímni,
sem er einkaeign Guðmundar.
Kvæðin í Sóldögg eru vissulega
ærið misjöfn að gæðum. En hún
hefur alla sömu kosti og fyrri
bækurnar og ýmislegt fram yfxr
jxær að auki. Þó að kvæði
eins og Útsvar, Vinnuhend-
ur og Enn i festum séu auð-
sjáanlega ort við sérstök tækifæri,
fær hið einstaka jxar almennt gildi,
}jví að bóndinn lvftir sér á vængj-
um skáldskapar yfir fjöllum girtan
dalinn, og einnig þeim, sem utan
við standa, finnst til sín talað. Ræð-
ur þar miklu aukin fágun og meira
vald yfir hárfínustu blæbrigðuni