Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 55
HÓKIN ÞUNGA 45 þótt veiðin hefði mistekizt, var þó eins og hin græna veröld snmarsins mettaði hann með styrk frá ósýnilegum lindum. — Ég man það líka, sagði liann eftir langa þögn. Orð hans komu eins og út úr þoku dá- samlegrar minningar. — Já, sagði faðirinn sam- þykkjandi, hún elskaði ljóð. Fyrir hana voru ljóðin eins og funi, ómar frá þeini sungu sig inn í líf hennar, stúlknahlátrar og mas og djarfar karlaraddir, stundum líka rómantískar þrár og ástarharmar; þessa stemningu elskaði hún .... Faðir hans þagnaði og greip fyrir brjóstið; þessi orð hans höfðu verið honum um megn. Sonur hans hagræddi honum betur og lét höfuð hans hvíla á lófum sínum. Þessi nána snert- ing minnti hann á eitthvað sterkt og karlmannlegt, sem streymdi frá þessum vesala lík- ama. Fíann spurði: — Þótti þér líka vænt um ljóð, pabbi? — Nei, í rauninni ekki, ekki á þann hátt, sagði hann og dró við sig orðin. — Hvernig þá? — Ég veit Jjað ekki. — Hvers vegna? — Ég orti sjálfur ljóð. Sonurinn hafði á tilfinning- unni að hann væri að neyða föð- ur sinn til að tala um hluti, sem ekki voru ætlaðir eyrum annarra. Eða voru kraftarnir að þverra? Augnaráð föður hans var hvarflandi. Það bar engin merki þess, að þetta efni væri honum móti skapi. En samt var eins og að baki þessu öllu væri eitthvað, sem reynsla áranna hafði ekki getað máð alveg út. Gat það staðið í sambandi við móður hans? Þessi spurning var svo áleitin, að hann kenndi sárs- auka, sem blandaðist eftirvænt- ingu, er hann spurði að nýju: — Þá hefur þér líkað vel að mamma elskaði ljóð. Faðirinn greip andann á lofti. Hann leit á son sinn bænaraug- um, þagði dálitla stund, en sagði svo: — Hún skildi ekki, hvað það kostaði. — Hvað það kostaði? Það var vonbrigðahreimur í rödd sonar- ins. — Já. Hún gat ekki skilið, að ég var stundum þögull og eins og afundinn og leitaði öðru hverju á náðir Bakkusar. Fyrir hana hafði það svo mikla þýð- ingu að fólki félli framkoma mín vel. Og jiegar við ræddum um ljóðin mín, varð árangurinn ekki annar en þetta . . . — Þetta livað? greip sonur hans fram í, biturt. — Þetta, að horfa hvort á annað eins og yfir draumaland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.