Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 16
6 EIMREIfílN hinum austrænu sem vestrænu löndum Evrópu, og áhugamenn um menningarmál hinna nýju, vanþróuðu ríkja leggja nú feikna kapp á að koma sér upp slíkum bókasöfnum undir handleiðslu sérfróðra manna frá Evrópu og Norður-Ameríku. Hinar evrópsku menning- arþjóðir gera sér ljósa grein fyrir því, að starfsemi almenningsbóka- safna þarf að vaxa að fjölbreytni og ná til sem allra flestra þjóð- félagsborgara, þar eð breytingarnar á atvinnuháttum, menningar- legum viðhorfum og samskiptum við aðrar þjóðir heims krefjast ekki aðeins hraðaukinnar fræðslu í bernsku og æsku, heldur gera það að brýnni nauðsyn, að menn séu sífellt að bæta við þekkingu sína og gera hana sem víðtækasta. En forustumenn uppeldis- og fræðslumála í flestum þessum lönd- um hafa skilið, að kunnáttusöm og hagnýt notkun slíkra safna ævi- langt er að miklu leytí undir því komin, að grundvöllur hennar sé lagður á bernsku- og æskuárum í skólunum, og ennfremur hafa skólamenn látið sér skiljast, að notkun skólabókasafna geti verið veigamikill þáttur í öllu náminu. Hún eykur á fjölbreytni, tengir hinar ýrnsu námsgreinar nánar en ella hinu iðandi og síbreytilega lífi þjóðarinnar, vekur starfsgieði og starfsvilja, leiðir oft og tíðum í ljós sérgáfur hjá nemendunum — og verður sakir alls þessa raun- virk bót hins meinlega og mikið umtalaða námsleiða, sem mjög hefur færzt í aukana við lengingu námstímans, þar sem börn og unglingar misjafnrar gerðar gáfna og frá ólíkum heimilum sitja löngum á sama bekk. Svo sem öllum íslendingum er kunnugt, eru Danir ein hin almennt gagnmenntaðasta og um leið hagsýnasta þjóð, sem sögur fara af. beir verja geipimiklu fé til almennings- bókasafna, og þeir hafa lögboðið, að skólabókasöfn séu starfandi í hverjum einasta skóla, jafnt í sveit sem borg, og þó að í Danmörku hafi undanfarið þrengt nokkuð að í fjármálum ríkis og þjóðar, hef- ur árlega verið aukið það fé, sem ríki og bæjar- og sveitarfélög leggja til almenningsbókasafna. Hér á Islandi var margt um aldir með öðrum hætti en í flestum öðrum löndurn. Þó að íslendingar byggju við þröngan kost og harðar búsifjar af völdum náttúrunnar, einokunarverzlunar og um- boðsmanna erlendra einvaldskonunga, voru þeir ekki yfirleitt jafn- andlega bældir og kúgaðir og alþýða ýmissa annarra landa, og jafn- vel þótt margir væru ólæsir franr á síðustu öld og konur mjög fáar skrifandi fram yfir miðja öldina, höfðu flestir nokkur kynni af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.