Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 70
F.IMREIÐIN 60 Indriða Einarssonar. Allt var þetta til að styrkja trú barna og ungl- inga á tilveru útilegumanna. Síðar var ég kjörinn til að leika einn af útilegufélögum Skugga-Sveins. Ég held, að í það hlutverk hafi ég lagt alla mína sál og sannfæringu, að þar væri ég lifandi dæmi um útilegumann, sem eitt sinn hefði lifað, verið til. Jörð sú, sem foreldrar mínir bjuggti á, var í þann tíma ein af útvörðum kaupstaðarins við Hafn- arfjörð. Sú jörð, As í Garðahreppi, sleit upp mínum barns- og ungl- ingsskóm. Ég, sem man þennan stað i áttatíu ár, sé nú, hve allt er orðið þar breytt. Ásfjall, hæsta hæð umhverfis Hafnarfjarðar, holt og aðrar hæðir er allt orðið svo lágt og lágkúrulegt, næstum því „neflaus ásýnd“. I>að er sent allt stefni, dautt og lifandi, að einni óhugnanlegri allsherjar sléttu, þar sem hvergi er skjóls að leita. Jörð foreldra minna lá nokkurn spöl eða rösklega hálfrar stundar gang frá aðalbyggð kaupstaðarins, og mátti segja utan allra þjóð- brauta. Þó kom ei ósjaldan fvrir, að gesti bæri þar að garði, einkum að vetrarlagi. Þessir gestir, sem þá voru nefndir langferðamenn, voru aðallega bændur og búalið Krýsu- víkursóknar, þar með taldir Vig- dísarvallamenn. Þá mátti segja, að hvert býli Krýsuvíkursóknar væri setið og tvíbýli á stöku jörð, svo sem í Stóra-Nýjabæ og Vigdísar- völlum. Nú hefur hönd dauða og auðnar farið þar um garða og máð allt líf út. Um hlaðið í Ási áttu á stundum fleiri leið heldur en Krýs- víkingar, svo sem menn af vestustu bæjum í Selvogi, einnig frá aust- ustu bæjum Grindavíkur. Það voru þessir menn. sem urðu í mínum augum og í luiga mínum útilegu- menn, einkum á vetrum, þegar til þeirra sást koma lieimundir, fann- barðir, kafandi ófærðina, oft eitt- hvað berandi og þá styðjandi sig við langa fjallastafi. Til gamans nefni ég liér nokkr- ar gestakomur, sem settu að mér nokkurn hroll á meðan allt var í óvissu, hverjir væru á ferð. Þessi atvik, sem hér verða greind, skeðu á síðustu árum hins níunda tugar og fram á síðasta tug nítjándu ald- ar. Það var nálægt miðþorra. Harð- indatíð hafði lengi staðið, snjór var mikill og sífellt bættist við. Undir rökkur fengum við systkin- in tvö að fara um stund út til viðrunar. Systir mín var nokkrum árum eldri en ég og hafði hún því alla forystu í leikjum og sleðaferð- um í brekkum túnsins. Veður mátti kallast allgott, næstum því logn, en jrykk ofandrífa, svo að ekki sást nema spöl frá sér. Allt í einu komum við auga á mann, sem okkur sýndist hvítur af fönn og mjakast heim að túninu og kem- ur úr þeirri átt, sem allir komu úr, sem yfir fjöllin koma. Útilegu- maður var vitanlega það fvrsta, sem okkur kom í lntg. Við jirifum í sleðabandið og flýttum okkur sem mest og inn í bæ, inn í eld- hús til eldakonunnar, þar eð styttra var jjangað heldur en í bað- stofu til foreldra okkar. Við stynj- um upp af mikilli mæði og ótta,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.