Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 44
34 EIMREIÐIN Grobbíans ráð eru glettileg, gera má rétt úr röngu.6 Grobbíansrímur eiga það sam- merkt með kvæði Brants, að brugðið er upp spegilmynd af siðum og venjum samfélagsins, mynd, þar sem allt er öfugt við það, sem á að vera. Minnir þetta á brögð margra nútímahöfunda. Ætlunin er að beina hugum fólks á brautir sannleika, rétt- lætis, mannúðar og kærleika — en snúa því frá einskisverðum hlutum. Þung alvara býr að baki skopsins. Höfundur notar stór- yrði og brigzl, en vill frið, og fíflið er ef til vill hinn eini, sem ekki hlær — og afkár spegil- myndin eina vonin, að fólkið vakni. VI. Á öðrum áratug 18du aldar orti Jón Sigurðsson, lögsagnari í Bæ í Dalasýslu, rímu, 217 fer- skeytt erindi, er hann nefndi Tímarímu.7 I henni er lýst ald- arfari í landi því, sem nefnt er Ósamlyndi. Persónugerir höf- undur mannlega lesti og eigin- leika, og eru höfuðpersónur rímunnar mæðginin Öfund og 6 Grobbíansrimur hafa enn ekki verið gefnar út. Hér verður því að vitna til Lbs. 1120 4to. 7 Rit Ríranafélagsins IX. Stakar rímur. Rvík 1960, 71 — 102. Verð- ur hér vísað til þeirrar útgáfu. Ranglátur Reigingsson. Talið hefur verið, að þar sé að finna grófa skopstælingu á þeim Sig- ríði Hákonardóttur frá Bræðra- tungu og syni hennar, Oddi lög- manni Sigurðssyni, enda komst sá kvittur snemma á kreik. Jón gerir myndir þeirra þó illþekkj- anlegar, og atburðir þeir, sem lýst er í rímunni, virðast ekki styðjast við raunveruleikann, enda má líklegt telja, að annað liafi vakað fyrir Jóni Sigurðs- syni en það eitt að hefna sín á þeim mæðginum, þótt ástæður kunni að hafa verið ærnar, og vera kann, að ríman hafi verið talin ort um Jrau Odd og Sigríði, þar sem óvild var í milli Jóns og Jreirra.8 Líklegast er, að rím- an sé lýsing á hátturn yfirstétt- arfólks á íslandi í upphafi 18du aldar, heimsádeilukvæði, sem gert er að dæmi eldri kvæða, enda gætir augljósra áhrifa frá ýmsum fyrri heimsádeilukvæð- um, svo sem kvæði Hallgríms Péturssonar Um ágirnd og aura- safn.° Hér verður Jretta ekki rak- ið frekar, en liitt er á að minn- ast, að í Tímarímu gætir áhrifa ‘der grobianischen Literatur’. Jón Sigurðsson hefur vafalaust Jrekkt Grobbíansrímur, og vera kann, að hann hafi sjálfur ort 8 Sjá Merkir íslendingar V 28. Rvík 1951, 28. 9 Hallgrímur Pétursson: Sálmar og kvæði II. Rvík 1890, 364-368.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.