Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.01.1968, Blaðsíða 56
46 EIMREIÐIN — Draumaland . . . ? Sonurinn skildi ekki við hvað faðir hans átti. — Já. Mennirnir setja stund- um á sig grímu til þess að forð- ast alvöruna. I>að er svo sárs- aukafullt að hugsa. Það er langt- um hægara að gera ljóðið að þægilegum áfanga í efniskenndri veröld. Sonurinn skildi ekki, hvað faðir hans var að fara. En eitt- hvað var það, sem bakaði hon- um sársauka. Minningin um móður hans var svo fögur, að hann þoldi ekki minnsta blett á henni. Og var ekki óviðeig- andi broddur í þessum orðum? Þegar öllu var á botninn hvolft hafði hann meiri þörf fyrir liana, sem lifði í hjarta hans, en þennan ókunna föður, sem alltaf hafði verið í fjarlægð. Nú fannst honum gagnslaust að fá að vita meira um sambúð for- eldranna. Samt sem áður hraut af vörum hans spurning, sem hann vænti ekki að fá svar við, það var eins og hann yrði grip- inn óstjórnlegri löngun til að sparka í ruslahrúgu. — Varstu slærnur við mömrnu? — Nei, nei, þú misskilur mig, stamaði faðirinn og vöðvar hans stríkkuðu af ákafa. Hann hafði búið sig undir að vera ærlegur og opinskár og vonaði, að jrað myndi heppnazt, en nú kom það, sem ætíð hafði gert honum lífið óbærilegt: Skortur á getu til að tjá sig, svo að hann yrði skilinn. Hann tók alltaf skakkt á málunum. Og enn, á síðustu stundu, gat hann ekki losað sig úr viðjum slíkra hugsana. Hann varð að reyna að finna hin réttu orð, varð að reyna að tala frjálst, til þess að þessir samfundir yrðu ekki þýðingarlausir. — Þú misskilur mig, hélt hann áfrarn ... Ég elskaði móð- ur þína, hún elskaði ijóð, en — en . . . — En livað? skaut sonurinn inn í og röddin var kuldaleg. Þetta hafði óþægileg álnif á sjúka manninn, en orkaði þó ekki truflandi á hann. Alla sína ævi hafði athygli hans beinzt að einum punkti, sterkar nú en nokkru sinni áður. — Lestu aldrei bækur? Hef- urðu aldrei horft á stálharðan svip stjórnmálamannsins, sem sefjar fólkið gegn vilja þess? Hefurðu aldrei kynnzt fólki, sem notar bækur eins og svefn- lyf? Eins og í leiðslu sækja allir að takmarki, sem ekkert tak- mark er. Og það er hrópað á skáldið: Varpið birtu inn í auðnina í sálum okkar! Sýnið okkur einhvern guð, sem við kynnumst, svo að við gerurn okk- ur ekki hlægilega með því að fara að gráta. Og stjórnmála- maðurinn hrópar á skáldið og segir: Þú mátt ekki eyðileggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.