Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Page 56

Eimreiðin - 01.01.1968, Page 56
46 EIMREIÐIN — Draumaland . . . ? Sonurinn skildi ekki við hvað faðir hans átti. — Já. Mennirnir setja stund- um á sig grímu til þess að forð- ast alvöruna. I>að er svo sárs- aukafullt að hugsa. Það er langt- um hægara að gera ljóðið að þægilegum áfanga í efniskenndri veröld. Sonurinn skildi ekki, hvað faðir hans var að fara. En eitt- hvað var það, sem bakaði hon- um sársauka. Minningin um móður hans var svo fögur, að hann þoldi ekki minnsta blett á henni. Og var ekki óviðeig- andi broddur í þessum orðum? Þegar öllu var á botninn hvolft hafði hann meiri þörf fyrir liana, sem lifði í hjarta hans, en þennan ókunna föður, sem alltaf hafði verið í fjarlægð. Nú fannst honum gagnslaust að fá að vita meira um sambúð for- eldranna. Samt sem áður hraut af vörum hans spurning, sem hann vænti ekki að fá svar við, það var eins og hann yrði grip- inn óstjórnlegri löngun til að sparka í ruslahrúgu. — Varstu slærnur við mömrnu? — Nei, nei, þú misskilur mig, stamaði faðirinn og vöðvar hans stríkkuðu af ákafa. Hann hafði búið sig undir að vera ærlegur og opinskár og vonaði, að jrað myndi heppnazt, en nú kom það, sem ætíð hafði gert honum lífið óbærilegt: Skortur á getu til að tjá sig, svo að hann yrði skilinn. Hann tók alltaf skakkt á málunum. Og enn, á síðustu stundu, gat hann ekki losað sig úr viðjum slíkra hugsana. Hann varð að reyna að finna hin réttu orð, varð að reyna að tala frjálst, til þess að þessir samfundir yrðu ekki þýðingarlausir. — Þú misskilur mig, hélt hann áfrarn ... Ég elskaði móð- ur þína, hún elskaði ijóð, en — en . . . — En livað? skaut sonurinn inn í og röddin var kuldaleg. Þetta hafði óþægileg álnif á sjúka manninn, en orkaði þó ekki truflandi á hann. Alla sína ævi hafði athygli hans beinzt að einum punkti, sterkar nú en nokkru sinni áður. — Lestu aldrei bækur? Hef- urðu aldrei horft á stálharðan svip stjórnmálamannsins, sem sefjar fólkið gegn vilja þess? Hefurðu aldrei kynnzt fólki, sem notar bækur eins og svefn- lyf? Eins og í leiðslu sækja allir að takmarki, sem ekkert tak- mark er. Og það er hrópað á skáldið: Varpið birtu inn í auðnina í sálum okkar! Sýnið okkur einhvern guð, sem við kynnumst, svo að við gerurn okk- ur ekki hlægilega með því að fara að gráta. Og stjórnmála- maðurinn hrópar á skáldið og segir: Þú mátt ekki eyðileggja

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.