Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Side 44

Eimreiðin - 01.01.1968, Side 44
34 EIMREIÐIN Grobbíans ráð eru glettileg, gera má rétt úr röngu.6 Grobbíansrímur eiga það sam- merkt með kvæði Brants, að brugðið er upp spegilmynd af siðum og venjum samfélagsins, mynd, þar sem allt er öfugt við það, sem á að vera. Minnir þetta á brögð margra nútímahöfunda. Ætlunin er að beina hugum fólks á brautir sannleika, rétt- lætis, mannúðar og kærleika — en snúa því frá einskisverðum hlutum. Þung alvara býr að baki skopsins. Höfundur notar stór- yrði og brigzl, en vill frið, og fíflið er ef til vill hinn eini, sem ekki hlær — og afkár spegil- myndin eina vonin, að fólkið vakni. VI. Á öðrum áratug 18du aldar orti Jón Sigurðsson, lögsagnari í Bæ í Dalasýslu, rímu, 217 fer- skeytt erindi, er hann nefndi Tímarímu.7 I henni er lýst ald- arfari í landi því, sem nefnt er Ósamlyndi. Persónugerir höf- undur mannlega lesti og eigin- leika, og eru höfuðpersónur rímunnar mæðginin Öfund og 6 Grobbíansrimur hafa enn ekki verið gefnar út. Hér verður því að vitna til Lbs. 1120 4to. 7 Rit Ríranafélagsins IX. Stakar rímur. Rvík 1960, 71 — 102. Verð- ur hér vísað til þeirrar útgáfu. Ranglátur Reigingsson. Talið hefur verið, að þar sé að finna grófa skopstælingu á þeim Sig- ríði Hákonardóttur frá Bræðra- tungu og syni hennar, Oddi lög- manni Sigurðssyni, enda komst sá kvittur snemma á kreik. Jón gerir myndir þeirra þó illþekkj- anlegar, og atburðir þeir, sem lýst er í rímunni, virðast ekki styðjast við raunveruleikann, enda má líklegt telja, að annað liafi vakað fyrir Jóni Sigurðs- syni en það eitt að hefna sín á þeim mæðginum, þótt ástæður kunni að hafa verið ærnar, og vera kann, að ríman hafi verið talin ort um Jrau Odd og Sigríði, þar sem óvild var í milli Jóns og Jreirra.8 Líklegast er, að rím- an sé lýsing á hátturn yfirstétt- arfólks á íslandi í upphafi 18du aldar, heimsádeilukvæði, sem gert er að dæmi eldri kvæða, enda gætir augljósra áhrifa frá ýmsum fyrri heimsádeilukvæð- um, svo sem kvæði Hallgríms Péturssonar Um ágirnd og aura- safn.° Hér verður Jretta ekki rak- ið frekar, en liitt er á að minn- ast, að í Tímarímu gætir áhrifa ‘der grobianischen Literatur’. Jón Sigurðsson hefur vafalaust Jrekkt Grobbíansrímur, og vera kann, að hann hafi sjálfur ort 8 Sjá Merkir íslendingar V 28. Rvík 1951, 28. 9 Hallgrímur Pétursson: Sálmar og kvæði II. Rvík 1890, 364-368.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.