Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1968, Side 16

Eimreiðin - 01.01.1968, Side 16
6 EIMREIfílN hinum austrænu sem vestrænu löndum Evrópu, og áhugamenn um menningarmál hinna nýju, vanþróuðu ríkja leggja nú feikna kapp á að koma sér upp slíkum bókasöfnum undir handleiðslu sérfróðra manna frá Evrópu og Norður-Ameríku. Hinar evrópsku menning- arþjóðir gera sér ljósa grein fyrir því, að starfsemi almenningsbóka- safna þarf að vaxa að fjölbreytni og ná til sem allra flestra þjóð- félagsborgara, þar eð breytingarnar á atvinnuháttum, menningar- legum viðhorfum og samskiptum við aðrar þjóðir heims krefjast ekki aðeins hraðaukinnar fræðslu í bernsku og æsku, heldur gera það að brýnni nauðsyn, að menn séu sífellt að bæta við þekkingu sína og gera hana sem víðtækasta. En forustumenn uppeldis- og fræðslumála í flestum þessum lönd- um hafa skilið, að kunnáttusöm og hagnýt notkun slíkra safna ævi- langt er að miklu leytí undir því komin, að grundvöllur hennar sé lagður á bernsku- og æskuárum í skólunum, og ennfremur hafa skólamenn látið sér skiljast, að notkun skólabókasafna geti verið veigamikill þáttur í öllu náminu. Hún eykur á fjölbreytni, tengir hinar ýrnsu námsgreinar nánar en ella hinu iðandi og síbreytilega lífi þjóðarinnar, vekur starfsgieði og starfsvilja, leiðir oft og tíðum í ljós sérgáfur hjá nemendunum — og verður sakir alls þessa raun- virk bót hins meinlega og mikið umtalaða námsleiða, sem mjög hefur færzt í aukana við lengingu námstímans, þar sem börn og unglingar misjafnrar gerðar gáfna og frá ólíkum heimilum sitja löngum á sama bekk. Svo sem öllum íslendingum er kunnugt, eru Danir ein hin almennt gagnmenntaðasta og um leið hagsýnasta þjóð, sem sögur fara af. beir verja geipimiklu fé til almennings- bókasafna, og þeir hafa lögboðið, að skólabókasöfn séu starfandi í hverjum einasta skóla, jafnt í sveit sem borg, og þó að í Danmörku hafi undanfarið þrengt nokkuð að í fjármálum ríkis og þjóðar, hef- ur árlega verið aukið það fé, sem ríki og bæjar- og sveitarfélög leggja til almenningsbókasafna. Hér á Islandi var margt um aldir með öðrum hætti en í flestum öðrum löndurn. Þó að íslendingar byggju við þröngan kost og harðar búsifjar af völdum náttúrunnar, einokunarverzlunar og um- boðsmanna erlendra einvaldskonunga, voru þeir ekki yfirleitt jafn- andlega bældir og kúgaðir og alþýða ýmissa annarra landa, og jafn- vel þótt margir væru ólæsir franr á síðustu öld og konur mjög fáar skrifandi fram yfir miðja öldina, höfðu flestir nokkur kynni af

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.