Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Side 30

Eimreiðin - 01.09.1974, Side 30
EIMREIÐIN hagstjórnartæki samanborið við ýmislegt annað, t. d. beina fjár- magnsútvegun, tækniaðstoð eða markaðsleit fyrir einstök fyx-ir- tæki. Því er hætt við enn meiri lilutdrægni og enn meiri frá- vikum frá boðum markaðskerfisins, þegar farið er að styrkja úlflutningsframleiðslu. Af öllu þessu verður Ijóst, að fi’jálshyggjumenn hafa ærna ástæðu til að leita að annarri aðferð í stað gengisskattsins til að færa tekjukúfinn frá sjávarútveginum. Nýtt kerfi í anda frjálshyggjunnar yi’ði að byggjast á eftirtöldum atriðum: (1) Felld væri niður, að því marki sem stjórnmálaaðstæður frekast leyfa, öll vernd og stuðningur við einstaka atvinnuvegi, þar með talin öll tollvernd. Þess í stað yrði tekin upp gengis- vernd við atvinnulífið í heild, þ. e. a. s. gengið skráð nógu lágt til að jafna framboð og eftirspurn á erlendum gjaldeyri.9 Við slíka gengisskráningu væri ekki aðeins sjávarútvegurinn samkeppnisfær á erlendum mörlcuðum, heldur líka nógu mik- ið af öðrum atvinnugreinum til að ti’yggja hallalausan við- skiptajöfnuð. Sumum atvinnugreinum myndi gengisverndin nægja, til að þær héldu velli á innlendum markaði, og enn aðrar myndu devja; en öllu þessu myndu markaðsöflin ráð- stafa á hlutlausan og hagkvæman hátt, og afleiðingin yrði aukn- ing á heildarafköstum þjóðarbúsins. Vei’uleg bi-eyting i þessa átt væri frá stjórnmálalegu sjónar- miði fjarska toi’veld. Að vísu væi’i ekki frágangssök að lialda áfram vissri vernd við landbúnaðinn og milda þannig mikil- væg andstöðuöfl. Hitt væri erfiðari þi’öskuldur að þurfa að fella gengið mjög verulega (um marga tugi px-ósenta tel ég víst) fram yfir þær venjulegu gengisfellingai’, sem af verðbólg- unni leiða. Slík auka-gengisfelling myndi auðvitað hafa mikil verðhólguáhrif og auk þess raska tekju- og eignaskiptingu, eins og gengisbreyting gei’ir alltaf. Svo er alltaf pólitiskt óbragð að gengisfellingu, hversu nauðsynleg sem hún kann að vera. Þai-na er sem sé örðugan hjalla að klífa. En væri kerfisbreyting af þessu lagi einu sinni komin á, væri þaðan í frá auðveldara en ella að halda genginu stöðugu, vegna þess að liinar miklu tekju- sveiflur sjávarútvegsins myndu hafa minni áhrif á gengið. Þar með yrði líka auðveldara að halda verðbólgunni i skefjum. (2) Fiskiskipaflotanum væri haldið innan þeirra marka, að ofveiði væri afstýrt. Þetta geta markaðsöflin ekki gert sjálf- krafa. Rikisvaldið gæti reynt að heita óbeinum aðgerðunx til að skammta útgerðinni hæfilega góð kjör, til að sóknin héld- ist hófleg. Þetta væri þó afar vandasamt, myndi krefjast sí- felldra smáaðgerða til aðlögunar og vera erfitt að fá stjórn-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.