Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Side 55

Eimreiðin - 01.09.1974, Side 55
EIMREIÐIN Við fyrstu sýn virðast listir og bókmenntir því ekki fást mikið við trúrænar spurningar. Listin hefur leitað í auknum mæli út fyrir veggi kirkjunnar, og við finnum hana i sýningar- sölum, leikhúsum og tónleikasölum. Samt sem áður hefur ástandið í eðli sínu ekki hreytzt. f stað þess að tala um sam- eiginlegt hvolfþak getum við talað um sameiginlegan grund- völl. f stað þess að tala um sameiginlegt takmark er hægt að tala um sameiginlega uppsprettu. Öll mannleg tjáning, trúar- leg eða veraldleg, sprettur af sömu rótum. Þess vegna er að finna trúrænan þátt jafnvel í hinni veraldlegustu list. Trúrænar spurningar eru spurningar, sem fjalla um tilgang lífsins, innihald þess og eðli. Þessar spurningar eru sameigin- legar öllum mönnum. Maður getur verið upptekinn af hinum trúrænu spurningum án þess að vilja aðhyllast nein trúar- brögð, getur meira að segja talið sig guðleysingja og trúlausan. Þegar Snorri segir í formála Eddu sinnar: „Alla hluti skildu þeir jarðligri skilningu því að þeim var eigi gefin andlig spekt- in“, þá er hann að fást við tengsl þess veraldlega og heilaga, hann er með öðrum orðum að gera trúræna athugasemd. Reyndar er Snorri líka að segja sannleika, sem gildir i nútím- anum, þar sem allur lífsskilningur virðist miðast við hið ver- eldlega. Sá skilningur, sem Snorri kallar „jarðligan“ verður hér kall- aður láréttur lífsskilningur. Einkenni hans birtast í hugsunar- liætti, sem hugsar „á!fram“, vill komast áfram, lengfa og lengra, vill eignast meira og meira og hafa alla hluti „stærri og stærri“. Magn og fjökli er það innihald, sem sumir telja, að nútíminn láti sér nægja, að ölvaður af vimu framfaranna og velmegunarinnar spyrji nútíminn ekki lengur liinna trúrænu spurninga, þær hafi tilheyrt menningarlegri bernsku og ver- aldlegri fátækt mannsins. Þetta er þó hvorki rétt né fullnægj- andi skýring, vegna þess að maðurinn breytist sjálfur um leið og hann breytir lieimi sínum og umhverfi, um leið og hann leggur hann undir vald sitt með ótrúlegri vísindalegri hugsun sinni. Viðhorf lians og verðmætamat breytast. í daglegu lifi eru flestir á valdi þessa lárétta lífsskilnings, þess lífs, sem að magni til er fullmettað, önnum kafið og áhyggjufullt. En hið lóðrétta innihald upplifir maðurinn ekki, nema hann staðnæm- ist og uppgötvi sjálfan sig. Það fyrsta, sem maðurinn uppgötv- ar þá, er tómið, tómleikinn, innihaldsleysið, þögnin (allt al- geng viðfangsefni í nútímalistum). Slíkur maður, sem aðeins lifir hinu lárétta lífi, er á leið með að verða lílcur hlut meðal hluta. 299

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.