Eimreiðin - 01.09.1974, Side 56
EIMREIÐIN
En maðurinn hættir ekki að verða maður í eðli sínu, þótt
aðstæður hans taki tímalegum breytingum til hins betra eða
verra. Ósjálfrátt spyrnir hann gegn þvi að samlagast hinu lá-
rétta sviði. Hann spyr fyrr eða síðar: „til hvers . . . ?“ Og verði
þessi spurning áleitin, finnur maðurinn, að á hinu lárétta sviði
er ekkert svar, á bak við þetta stanzlausa áframhald er aðeins
tóm. Honum líður eins og þeim, sem uppgötvar, að „hús þess-
arar götu eru leiktjöld“. Án þess að vita, hvað komið hefur
fyrir, finnst honum hann hafa glatað merkingu lífsins, dýpt-
inni í lífinu. Hér sprettur liin trúræna spurning. Hvergi er hin
trúræna spurning eins áberandi og vel formuð og í hinum
fögru listum og bókmenntum, sem við fyrstu sýn eru aðeins
veraldlegar
Lislin er í eðli sínu bæði tjáning og sköpun, hvort tveggja
snertir hina trúrænu spurningu. Verður nú fjallað um þessi
atriði og einkum höfð hliðsjón af bókmenntum.
II.
Margir nútímaguðfræðingar líta til listanna í þeim tilgangi
að fá sem beztar upplýsingar um manninn, líðan hans og hugs-
anir. Þeir líta á listina sem eins konar loftvog fyrir sálina.
„Markmið listarinnar er að opinbera dýpstu leyndardóma
sköpunarverksins“, segir brezki listfræðingurinn Sir Herbert
Read. Og leyndardómar sköpunarverksins eru bæði í mannin-
um og utan. Þó fjallar hin trúræna spurning fju-st og fremst
um hann sjálfan. Ómeðvitað og meðvitað talar listin um hið
trúræna, eða svo að notuð séu orð Jóns úr Vör:
Á hverju andartaki leita milljónir manna
til þín í neyð sinni,
jafnvel þeir, sem aldrei hafa
heyrt nafn þitt nefnt. Einnig ég . . .
(Mjallhvítarkistan, bls. 25).
Sú „neyð“ mannsins, sem hér um ræðir, er einfaldlega fólgin
í því að vera maður og vera knúinn til að spyrja þeirrar spurn-
ingar, sem er eins og ofin í lif lians. Neyðin er ennfremur sú,
að maðurinn finnur sig vera hjálparvana, týndan, „Austan
Eden“, hann finnur sig vera i eyðimörk tilgangsleysisins.
Spurningin um tilgang vaknar andspænis dauðanum: „Þa
streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss“, segir Tómas
Guðmundsson. Jón úr Vör orðar hina „ísköldu hugsun“ á þessa
leið;
300