Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1974, Qupperneq 56

Eimreiðin - 01.09.1974, Qupperneq 56
EIMREIÐIN En maðurinn hættir ekki að verða maður í eðli sínu, þótt aðstæður hans taki tímalegum breytingum til hins betra eða verra. Ósjálfrátt spyrnir hann gegn þvi að samlagast hinu lá- rétta sviði. Hann spyr fyrr eða síðar: „til hvers . . . ?“ Og verði þessi spurning áleitin, finnur maðurinn, að á hinu lárétta sviði er ekkert svar, á bak við þetta stanzlausa áframhald er aðeins tóm. Honum líður eins og þeim, sem uppgötvar, að „hús þess- arar götu eru leiktjöld“. Án þess að vita, hvað komið hefur fyrir, finnst honum hann hafa glatað merkingu lífsins, dýpt- inni í lífinu. Hér sprettur liin trúræna spurning. Hvergi er hin trúræna spurning eins áberandi og vel formuð og í hinum fögru listum og bókmenntum, sem við fyrstu sýn eru aðeins veraldlegar Lislin er í eðli sínu bæði tjáning og sköpun, hvort tveggja snertir hina trúrænu spurningu. Verður nú fjallað um þessi atriði og einkum höfð hliðsjón af bókmenntum. II. Margir nútímaguðfræðingar líta til listanna í þeim tilgangi að fá sem beztar upplýsingar um manninn, líðan hans og hugs- anir. Þeir líta á listina sem eins konar loftvog fyrir sálina. „Markmið listarinnar er að opinbera dýpstu leyndardóma sköpunarverksins“, segir brezki listfræðingurinn Sir Herbert Read. Og leyndardómar sköpunarverksins eru bæði í mannin- um og utan. Þó fjallar hin trúræna spurning fju-st og fremst um hann sjálfan. Ómeðvitað og meðvitað talar listin um hið trúræna, eða svo að notuð séu orð Jóns úr Vör: Á hverju andartaki leita milljónir manna til þín í neyð sinni, jafnvel þeir, sem aldrei hafa heyrt nafn þitt nefnt. Einnig ég . . . (Mjallhvítarkistan, bls. 25). Sú „neyð“ mannsins, sem hér um ræðir, er einfaldlega fólgin í því að vera maður og vera knúinn til að spyrja þeirrar spurn- ingar, sem er eins og ofin í lif lians. Neyðin er ennfremur sú, að maðurinn finnur sig vera hjálparvana, týndan, „Austan Eden“, hann finnur sig vera i eyðimörk tilgangsleysisins. Spurningin um tilgang vaknar andspænis dauðanum: „Þa streymir sú hugsun um oss sem ískaldur foss“, segir Tómas Guðmundsson. Jón úr Vör orðar hina „ísköldu hugsun“ á þessa leið; 300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.