Eimreiðin - 01.09.1974, Side 59
EIMREIÐIN
ig, hann leggur líf sögupersónanna við hliðina á lífi lesandans.
Eitthvert bezta dæmi um slíkar bókmenntir er að finna hjá
bandaríska skáldinu John Updike, (sem hlaut National Book
Award árið 1964). Við fyrstu sýn virðast sögur hans vera ein-
faldar og nákvæmar sögur úr hversdagslífinu. En við nánari
könnun kemur í ljós, að skáldið er ekki að skrifa um hinn lá-
rétta veruleik eingöngu. Hann teflir honum aldrei fram án
þess að setja hinn lóðrétta skilning við hliðina eða á einhvern
þann stað, þar sem lesandinn verður að horfast í augu við
sjálfan sig og líf sitt á sálarspegli höfundarins, sögunni. Reynd-
ar má segja þetta sama um flestar góðar bókmenntir, enda þótt
viðhorf höfundarins sé misjafnlega augljóst.
Ólafur Kárason Ljósvíkingur er dæmi um tákn fyrir þann,
sem hefur upplifað einhvern lóðréttan veruleik og á í vök að
verjast í viðskiptum sínum við liinn lárétta lífsskilning um-
hverfis sig í mannlífinu. Hið raunverulega innihald lifs hans
grundvallast á eins konar opinberun: „kraftbirtingarhljómi
guðdómsins“, sem reyndar er harla óljós ómur og innihald
þess tákns óljóst skilgreint. Þó kemur innihald þess fram m.
a. í þessari klausu:
Ólafur Kárason á ósýnilegan vin, sem aungvum mun nokkru sinni
takast að nefna, hann gerir ekki aðeins tilfinninguna þeim mun
ljósari, sem borin eru á manninn hvassari vopn, heldur ber hann
lífsstein að hverju sári.
(Heimsljós II. bls. 191).
„Sem aungvum mun nokkru sinni takast að nefna“, þessi
ókunni guð minnir á grisku skáldin, sem Páll postuli talaði
lil á sínum tíma, en meðal þeirra sá hann mörg ölturu, og
einkum var eitt þeirra mikilvægt. Það altari var merkt „ókunn-
um guði“, og virtust flestir færa þvi fórnir. Páll sagði við þá:
»,Sá guð, sem þið tilbiðjið óafvitandi er sá guð, sem ég hoða
ykkur“. Hvað sem því líður, þá er vart hægt að verjast þeirri
hugsun, að Ólafur Kárason sé eins konar dauft endurvarp
(tákn?) mannsins frá Nazaret, sem liefur borið lífstein að
hverju sári kristinna manna gegnum aldirnar og jafnvel að
sárum þeirra, sem ekki tilheyra kirkju hans. Kristur er kraft-
ur lífsins gagnvart dauðanum, „hestaflið í almættinu". Sá veru-
leiki, sem snart Ljósvíkinginn lóðrétt og gerði hann að þessum
krossbera í heimi hins lárétta og hrjáða mannlífs, er ef til vill
skýrður með orðum dómkirkjuprestsins, sem heimsækir liann
í tugthúsið: