Eimreiðin - 01.09.1974, Side 61
EIMREIÐIN
konar fáfræði og tómlæti kann að einhverju leyti að vera or-
sök fyrir fálæti annarra listgreina, þar með þeirra sem að ofan
eru taldar. En einnig er hér um að ræða skaðvænlegt fálæti og
tómlæti innan kirkjunnar um hlutverk og eðli listar, þ. e. a. s.
röng guðfræði.
Bæði kirkju og list er hagur að nánu samfélagi, þeirra heim-
ur er heimur táknanna, heimur tjáningar og sköpunar, heimur
hinna lóðréttu viðfangsefna, þar er fengizt við mennskuna og
dýpstu spurningar mannsins um sjálfan sig á heim sinn. List-
inni er hagur að trúartáknum kirkjunnar, trúarlegri upplifun
og innsæi, henni er hagur i að ganga með trúnni upp að kross-
inum og sjá inn í hyldýpi mannlegrar þjáningar, haturs og
kærleika. Henni er hagur í því að ganga með trúnni til upp-
risunnar, eina tákni mannlegrar vonar, sem trúin þekkir.
Kirkjunni er sömuleiðis hagur að tjáningargáfu listamannsins
og sköpunarhvöt hæði til boðunar og tilheiðslu. Henni er hag-
ur að nánu samfélagi við listina, þegar um er að ræða tján-
ingu og greiningu á mannlegu ástandi og einnig þegar um er
að ræða sköpun og frelsun.
Hér hefur einkum verið miðað við bókmenntir, en fróðlegt
hefði verið að ræða tengsl guðfræðinnar við aðrar greinar
hinnar fögru lista, einkum þeirra listgreina, sem lengi hafa
verið „úti í kuldanum“, t. d. leiklist og danslist.
Kirkjan vinnur ekki aðeins að því að styrkja hið heilaga
innan sinna veggja, hún vill helga hið veraldlega. Hún er til
mannsins vegna, til þess að reisa hið lárétta mannlíf þannig,
að það megi frelsast, gleðjast og þakka, hrópa og dansa, spila
og leika sér, eins og við gerum, jiegar einhverjum erfiðleikum
og áhyggjum er létt af okkur (eða vildum geta gert!): líkt og
Grikkinn Zorba eða Fiðlarinn á þakinu, Tevye mjólkurpóstur.
Innri gleði þeirra hrýzt út þrátt fvrir vtri erfiðleika, þeir minna
á kýrnar á vorin, (en ekki á haustin eins og okkar hátiðalausa,
en hátíðlega þjóðfélag gerir). Sköpun og endursköpun eru
meginhugtök trúarinnar. Hlutverk kirkjunnar er að endur-
skapa, það var líka hlutverk Jesú, en saga hans endaði með
þvi, að rómversku hermennirnir settu þyrnikórónu á höfuð
honum og reyrstaf í hönd lians, settu hann í skikkju og köll-
uðu hann konung, grín-konung, hann var i þeirra augum trúð-
ur. Segist vera eittlivað, sem hann er ekki, gera eitthvað, sem
hann getur ekki, líkur trúð, sem reynir að sópa Ijósgeisla af
gólfinu, dettur, — og allir lilæja!
Hvernig er hægt að sópa ljósgeisla með kústi? Þannig verk-
ar kirkjan stundum. Kannski líkist hún Chaplin líka, sem var