Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1950, Side 65

Ægir - 01.09.1950, Side 65
Æ G I R 239 en rúmlestatalan hækkar hins vegar í 90 802 úr 82 760, eða um nær 10%. Alls bættust skipastólnum 15 ný skip á árinu, er skiptust þannig: 5 togarar, 3021 rúml., 7 önnur fiskiskip, 502 rúml., og 3 vöruflutningaskip, 7222 rúmlestir, eða alls 10 745 rúml. Af hinum nýju skipurn voru 6 smíðuð innanlands, en 9 utanlands. Þau skip, sem smíðuð voru innanlands, voru einungis vél- bátar, flestir af stærðinni milli 30 og 40 ruml. Voru þeir smíðaðir á eftirtöldum stöðum: Neskaupstaður ....... 2 bátar 78 rúml. Akureyri ............. 2 — 76 -— Hafnarfjörður ........ 1 bátur 65 — Siglufjörður ......... 1 — 38 — Samtals 6 bátar 257 rúml. Samanborið við árið áður var hér um nokkra aukningu að ræða, en þá var rumlestatala bátanna 111, og þeir voru 3 að tölu. Þess verður þó að geta, að hér var um að ræða báta, sem höfðu verið til- búnir smiðaðir fyrir alllöngu síðan, en ekki verið teknir til notkunar fyrr. Voru þetta l'átar, sem smiðaðir voru samkvæmt samn- lngi við ríkisstjórnina, er gerður hafði verið á árinu 1946. Skip þau, sem keypt voru utanlands frá, v°ru smiðuð í eftirtöldum löndum: \ Hretlandi ........ 5 skip 3021 rúml. 1 Hanmörku ......... 2 — 5841 — 1 Svíþjóð .......... 1 — 1381 — 1 Noregi ........... 1 _ 245 — Samtals 9 skip 10488 rúml. Skip þau, sem byggð voru í Danmörku °g Svíþjóð, voru vöruflutningaskip, en hitt allt fiskiskip, þar á meðal þau 5 skip, sem S1níðuð voru í Bretlandi. Ef skip þau, sem strikuð voru út af skipa- s^á á þessu ári, eru dregin frá þeirri við- 0 . sem varð vegna nýbygginga og skipa veyptra frá útlöndum, þá kemur í Ijós, að nein viðbót við skipastólinn hefur orðið aS rúmlestatölu um 6600. 11. Hafnargerðir og lendingarbætur. Framkvæmdir við hafnargerðir og lend- ingarbætur á árinu 1949 voru sem hér segir: Akranes. Haldið var áfram að vinna við steinker það, sem sett var niður á árinu 1948, í framlengingu hafnargarðsins í beinni stefnu. Var lokið við að steypa ofan á kerið og fylla að því og ganga að öðru leyti frá því. Landgangur hafnargarðsins var hækk- aður með grjótfyllingu á 150 metra bili og akbraut steypt yfir. Ólafsvík. Þar var unnið að lengingu hafnargarðsins um 20 metra. Er lenging garðsins gerð með þeim hætti, að sett eru í undirstöðu i2 járnbent steinsteypuker 15X5 metra 5.0 metra frá garðsenda og annað ker 5X6 metra í haus, að öðru leyti er gerð garðsins sú sama og áður. Er hann gerður úr grjótdrýgðri steinsteypu, og er krónubreiddin 2.5 metrar. Stykkishólmur. í Stykkishólmi var báta- bryggjan lengd um 25 metra með 7 metra breidd. Dýpið við enda bryggjunnar er nú um 2 metrar á stórstraumsfjöru. Við leng- ingu þessa var notað erlent steypt ker. Jafnframt þessu var eldri hluti bryggjunn- ar breikkaður úr 2.5 metrum í 7 metra og og liækkaður nokkuð. Bryggja þessi er steypt og grjótfyllt með steyptri þekju og hallandi í sjó fram. Eklti

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.