Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 10
Endurnýjun
bátaflotans
í allri þeirri umræðu, sem undanfarið hefur fram
farið hér á landi um stærð og afköst fiskiskipa-
stólsins, hefur verið einblínt allmikið á heildar-
stærðir, svo sem afkastagetu borið saman við af-
rakstursgetu stofna. Er það raunarað vonum, þegar
tillit er tekið til aukningar stærðar og afkastagetu
flotans og þeirra takmarkana á sókn, sem stjórnvöld
hafa talið sig knúin að grípa til í því skyni að tryggja
viðgang og endurreisn stofna.
Hinsvegar verður því ekki móti mælt, að endur-
nýjun og aukning fiskiskipastólsins undanfarin ár
hefur að mestu beinzt að togurum, enda hefur
bátaflotinn að mestu leyti staðið í stað, hvað
heildarrúmlestatölu snertir, á sama tíma og rúm-
lestatala togaraflotans hefur aukizt um nær 25 þús.
lestir og raunar meira, ef áþekkar mælingareglur nú
væru í gildi og fyrir tíu árum. Meðalaldur togara-
flotans er og innan við sjö ár, en meðalaldur báta
aftur á móti um 17 ár.
Samkvæmt ,,Skrá yfir íslenzk skip,“ sem Fiski-
félag íslands gefur árlega út, voru, að frátöldum
skuttogurum og hvalveiðiskipum, 774 fiskiskip-
samtals 62.349 rúmlestir á skrá þann 15. des. sl. Þar
af voru 560 fiskiskip undir 100 rúmlestir að stasrð
og heildarrúmlestatala þeirra 15.949, en meðalstærð
28,5 rúmlestir. Fiskiskip yfir 100 rúmlestir voru 214
og heildarrúmlestatala þeirra 46.400, en meðalstærð
216,8.
Hér að neðan er tafla yfir þau fiskiskip sem eldri
eru en 15 ára og sýnir hún svo ekki verður um villzt
að bátaflotinn er að stórum hluta orðinn úreltur.
Af þessum fjölda voru 262 bátar skrásettir á vetr-
arvertíðarsvæðinu svonefnda, þ.e. Hornafjörður
Snæfellsnes. Ef Vestfirðir eru meðtaldir hækkar
þessi tala í 349 báta. Þess ber að gæta að nokkur
hluti þeirra báta, sem taflan tekur til hafa verið
gerðir upp og þeim breytt verulega í sumum tilfell"
um.
Þrátt fyrir umframafkastagetu fiskiskipastólsins
þegar á heildina er litið, virðist nokkuð augljóst-
að hyggja verði að því, að stór hluti bátaflotans er
orðinn óhagkvæmur í rekstri sökum aldurs og úrser-
genginna véla og tækja, auk þess sem margir þeirra
voru smíðaðir með tilliti til annarra veiðiaðferða
en þeir verða að stunda í dag. í þeirri umræðu
verður að sjálfsögðu ekki komizt hjá því að meta
að nýju þá miklu aukningu, sem átt hefur sér stað
í togaraflotanum, sem í raun hefur ekki verið >
samræmi við afköst fiskvinnslunnar á mörgun1
stöðum, þ.m.t. það vinnuafl, sem tiltækt er eða
verður tiltækt á næstu árum - né heldur hafnar-
aðstöðu óg nauðsynlega þjónustu við skipin.
Tafla yfir fiskiskip eldri en 15 ára.
Fjöldi báta Rúmlestir Meðalstœrð Meðalaldur (ár)
Bátar undir 12 rúml. 140 1.144 8,2 23,8
Bátar 13- 25 rúml. 49 865 17,7 35,4
Bátar 26- 50 rúml. 41 1.543 37,6 31,7
Bátar 51-100 rúml. 120 8.380 69,8 24,8
Samtals: 350 11.932 33,3 28,9
Bátar 101-150 rúml. 37 4.675 126.4 18,9
Bátar 151-200 rúml. 36 6.293 174,8 18,8
Bátar 201-250 rúml. 25 5.525 221,0 17,9
Bátar 251-300 rúml. 4 1.076 269,0 16,0
Bátar 301 og yfir 10 5.768 576,8 22,9
Samtals: 112 23.337 273,6 18,9
Alls: 462 35.269 166,8 23,3
514 — ÆGIR