Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 18

Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 18
Á fundi í Kaupmannahöfn 19-20 júní s.l., gerðu viðræðunefndir Danmerkur og íslands nákvæma grein fyrir sjónarmiðum sínum um málefni sem tengjast útfærslu fiskveiðilögsögunnar við Austur- Grænland og snerta hagsmuni beggja aðila. Full- trúar ríkjanna voru sammála um að það væri báðum aðilum til hagsbóta að skiptast á upplýsingum um hafrannsóknir og ástand fiskstofna, til þess m.a. að skapa betri grundvöll fyrir ákvörðunum um fisk- verndunarmálefni og aflamagn á hafsvæðunum milli íslands og Grænlands. í þessu skyni var ákveðið að komið yrði á samvinnu milli Fiski- rannsóknarstofnunar Grænlands og Hafrannsókna- stofnunarinnar. íslenska viðræðunefndin gerði grein fyrir þeim sjónarmiðum, sem Island myndi halda fram varðandi fiskvernd og fiskveiðar á haf- svæðinu og undirstrikaði sérstaklega, að af íslands hálfu væri höfuðáhersla lögð á raunhæfar friðunar- ráðstafanir. Samkomulag var um að ríkin myndu halda áfram samráðum um þessi málefni. í framhaldi af fundinum í Kaupmannahöfn var haldinn fundur í Brússel með fulltrúum Efna- hagsbandalagsins. Rætt var um sameiginlega hagsmuni íslands og Efnahagsbandalagslandanna varðandi rækju-, karfa-, loðnu- og þorskstofn- ana við Austur-Grænland. íslendingar töldu nauð- syn að takmarka karfaveiðar í Norður-Atl- antshafinu, þar eð karfi er sameiginlegur stofn íslands, Grænl^nds og Færeyja. Fram kom að þorskveiðar eru svo til bannaðar við Austur- Grænland. íslendingar fóru jafnframt fram á að rækjuveiðar yrðu takmarkaðar á Dohrn-banka- svæðinu, þar til meiri þekking lægi fyrir um stærð stofnsins. Þá óskuðu íslendingar eftir að fá að veiða loðnu fyrir norðan 67° á þessu hausti. Fulltrúar Efnahagsbandalagsins samþykktu að verða við óskum íslendinga um loðnuveiðarnar á þessum slóðum og er samþykkt þeirra þar að lútandi eftirfarandi: 1. Á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember 1980 skal fiskiskipum, skráðum á íslandi, vera heimilt að veiða norðan 67° innan fiskveiði- takmarkanna við Austur-Grænland, loðnu eingöngu, en þó utan 12 sjómílna frá grunn- línupunktum þeim sem landhelgin er miðuð við. 2. Heildarloðnuveiði fslendinga á þessum slóð- um má ekki nema meiru en 120.000 tonnum- Hin árlega yfirlitsskýrsla Fiskifélags íslands um gang mála í sjávarútvegnum, „Útvegur 1979,“ er komin út. Hagdeild Fiskifélagsins sér um útgáf- una og er þetta í fjórða sinn sem hún kemur ut. og sem fyrr í tveimur heftum, samanlagt 428 blað- síður og kosta bæði heftin 17.000 krónur. í kaflanum um sókn og afla kemur m.a. fram að árið 1979 var metár hvað afla snertir. Alls bárust á land 1.648.560 tonn af hinum ýmsu tegund- um sjávarfangs. Verðmæti þessa afla var 114.677 m.kr., sem einnig er met, hvort sem miðað er við fast gengi eða ekki. Er þetta þriðja árið ' röð, sem afli verður meiri en til eru dæmi um. Metiö fyrir þetta þriggja ára tímabil var frá 1966. Mestu munar hér um loðnu- og botnfiskafla. Vegna veiðitakmarkana, sem nú eru fyrir hendi og stefnt er að á næstu árum, má búast við nokkrum sarn- drætti í nánustu framtíð. Stutt yfirlit er um hinar einstöku fisktegundir og fer hér á eftir hluti af kaflanum um þorskinn: Hafrannsóknastofnun lagði á sínum tíma til, a ekki yrði leyft að veiða meira en 250.000 tonn a þorski árið 1979. Með hliðsjón af þessu miðuðu stjórnvöld við 290.000 tonna hámarksafla og settu takmarkanir á veiðar í samræmi við það. Alls veidO' ust á síðastliðnu ári 360.173 tonn, eða 24% meira en stjórnvöld miðuðu við og 44% meira en Ha rannsóknastofnun lagði til. , Rúmlega helmingur alls þorskaflans veiddist botnvörpu og tæplega þriðjungur í net. Gera ma ráð fyrir að hlutur botnvörpu fari vaxandi á n®5'11 árum, þar sem hún gefur möguleika á jafnart a yfir árið. Kemur þessi höfuðkostur botnvörpunn3 vel fram, ef mánaðarlegur afli á Suðurlan 522 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.