Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 20
Jakob Jakobsson:
Síldveiðar og síldarstofnar í
norðaustanverðu Atlantshafi
Erindi flutt á Norrænu fískimálaráðstefnu í
Gautaborg 1980
Inngangur
Enda þótt hér sé ekki ætlunin að rekja síldar-
sögu Norðurlanda get ég þó ekki látið hjá líða i
upphafi máls míns að minnast þess að síldveiðar
hafa verið stundaðar á Norðurlöndum um marg-
ar aldir. Raunar má með sanni segja að síldveiðar
hafi verið snar þáttur í atvinnusögu strandhéraða
flestra Norðurlanda frá ómunatíð. Er þess skemmst
að minnast er segir í Egilssögu um Skallagrím
Kveldúlfsson að hann hafi oft farið um vetrum á
síldfiski með lagnarskútu og með honum húskarlar
margir. Af þessari stuttu frásögn og öðrum fornum
heimildum er augljóst að vetrarsíldveiðar við
vesturströnd Noregs stóðu með miklum blóma
fyrir að minnsta kosti ellefu hundruð árum, þá er
einnig ljóst að við veiðarnar voru notaðar landnætur
eins og gert varfram á tuttugustu öld. Þá mætti einn-
ig minnast þess að í stjórnartíð Haraldar konungs
gráfeldar Eiríkssonar fyrir u.þ.b. eitt þúsund árum
var hallæri mikið í Noregi og lagaðist það ekki fyrr
en síldarbroddur gekk að ströndinni. Þá var raunar
svo sorfið að Eyvindi skáldi Finnssyni að fyrir
síldina varð hann að gjalda með vopnum sínum
og höfðu íslendingar þó sent honum um 11 kg silfurs
nokkru áður í skáldalaun. Þetta minnir okkur á að
fyrr á öldum skiptust á mikil síldveiði og síldar-
leysistímabil á Norðurlöndum. Enda þótt ekki
sé með nokkurri vissu vitað hverjar séu orsakir
síldar- og síldarleysisskeiða verður þó að teljast
líklegast að breytingar í umhverfisþáttum síldar-
innar svo sem breytingar á hitastigi sjávar, þörunga-
gróðri og átu hafi ráðið hér mestu um enda ótrúlegt
að forfeður okkar hafi ráðið yfir svo mikilli veiði-
tækni fyrr á öldum að síldarstofnum hafi verið
hætta búin sökum ofveiði.
Þegar umræðirr um ofveiði hófust fyrir alvöru
á þessari öld kom síld raunar lítið sem ekkert við
sögu. I fyrstu óttuðust menn áhrif ofveiðinnar mest
að því er varðar ýmsa botnfiska svo sem skarkola,
ýsu og þorsk svo eitthvað sé nefnt en ekki hvarflaði
að neinum að síldarstofnum væri hætta búin sökunt
þess að mergð síldarinnar var talin svo mikil að
veiðarnar hefðu sáralítil áhrif á vöxt hennar og
viðgang. Menn vöknuðu því við vondan draum
við lok siðasta áratugs þegar flest allir síldar-
stofnar í norðaustanverðu Atlantshafi hrundu
á skömmum tíma. Verður nú nánar litið að aðdrag-
anda þessa hruns þegar rætt verður um einstaka
síldarstofna sem Norðurlandaþjóðir hafa bygg1
sínar veiðar á.
Síldveiðar og sfldarstofnar í Skagerak og
Kattegat
Eins og fram kemur á fyrstu mynd var síldarafl11
Skagerak og Kattegat mjög breytilegur á tíma-
bilinu 1946-1979. Við sjáum að fram undir 1951-2
var síldaraflinn um eða innan við 100 þúsund tonn
á þessu svæði og fór síðan vaxandi og náði svo 200
þúsund tonnum rétt fyrir 1960. Um miðjan síðasta
áratug óx aflinn svo í allt að 400 þúsund tonn-
Þessi gífurlegi vöxtur í síldarafla kringum 1962-6-
er ugglaust því að þakka að á þessum árum hafð>
Norðursjávarsíldin vetursetu í vestanverðu Skagerak
og hófust þá mjög miklar vetrarveiðar á Norður-
sjávarsíld á þessum slóðum. Síðastliðin 10 ár hefm
heildaraflinn á þessu svæði heldur farið minnkan
eins og sjá má á myndinni. Þá sýnir myndin einmfc
að Norðurlandaþjóðir hafa veitt svo til alla s1
sem veiðst hefur á þessu svæði. Hlutur Danmerkm
hefur lengst af verið mestur, þá Svíþjóðar en hlutur
Noregs hefur verið mjög breytilegur og tiltöluleg3
minnstur þessara þriggja þjóða. Þess ber að get‘^
að Færeyingar og íslendingar veiddu lítillega
þessu svæði frá 1970-1978. Athuganir á aldulS
dreifingu þeirrar síldar sem landað er frá Skager3
og Kattegat hin síðari ár hefur leitt í ljós að aflm^
hefur að lang mestu leyti byggst á ókynþroska S1
á fyrsta og öðru aldursári (svokallaðri 0 og 1-grúpP >'
Til skamms tíma má heita að til undanteknmg
524 — ÆGIR