Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 16
Frumhönnun. í byrjun er lögð áhersla á sem víðtækasta gagna- söfnun sem tekur mið af hverjumeinstökumútgerð- armanni. Leitað er upplýsinga um hver sé staða viðkomandi útgerðarmanns í dag og hverjar áætlan- ir hans séu. Jafnframt er safnað upplýsingum sem varða legu útgerðarstaðarins, eins og hver er fjar- lægð á miðin, í hvaða fiskstofna er sótt og með hvaða veiðarfærum. Þessar upplýsingar að viðbættum þeim breyt- ingum sem útgerðarmaðurinn reiknar með að eigi sér stað á næstu árum á ástandi fiskistofna í gerð og meðhöndlun veiðarfæra, geymsluaðferðum o.s.frv. gera manni kleift að semja grófa lýsingu af því skipi sem útgerðarmaðurinn hefur áhuga á. í henni er tekin fram stærð skips, veiðarfærabúnaður, vélarafl, stærð áhafnar, stærð eldsneytis og vatns- geyma, útbúnaður fyrir meðhöndlun og geymslu afla og vindubúnaður. Þegar fenginn hafa verið sem flest sjónarmið er ætlunin að flokka þetta niður og velja úr 2-3 stærðir sem myndu henta sem flestum til að vinna með áfram. Rekstraráætlun - arðsemisútreikningar. Markmiðið með rekstri fiskiskipa sem og öðr- um atvinnufyrirtækjum er að þau geti borið sig og helst skilað hagnaði. Hver sá sem vinnur að hönnun skips verður því að hafa í huga rekstrarmöguleika skipsins við hönnun þess. Leita verður svara við spurningum eins og hvaða aflamagni má búast við, hver er til- kostnaðurinn við að ná þeim afla, hverjar eru lána- fyrirgreiðslur og lánakjör, hvað kostar hinn mis- munandi búnaður og hvaða áhrif hefur það á af- kastagetu skipsins ef þessi búnaður er valinn í stað- inn fyrir hinn eða jafnvel sleppt að hafa hann með. Tæknileg hönnun. Frumhönnunin endar á kröfum varðandi nota- gildi skipsins beint. Skipið verður einnig að uppfylla kröfur um öryggi, sjóhæfni og burðargetu. Það verður nú okkar verkefni að sameina allar þessar kröfur í einu skipi á sem bestan hátt, þar sem að baki ákvörðunar á aðalmálum liggja nákvæmir hönnunarútreikningar á grundvelli gefinna forsenda um lesarrými, stöðugleika, sjóhæfni og ganghraða o.s.frv. Þetta enbæði tímafrek og mikil þolinmæðis- vinna. Að því búnu verður hægt að fara að gera endanlegar teikningar um fyrirkomulag og síðan klassa og vinnuteikningaf. Steinar Viggósson: Er grundvöllur fyrir raðsmíöi fískiskipa fyrir íslenska útgerðarmenn? Eitt megin markmiðið með þvísamstarfsverkefm sem hér um ræðir er að hefja raðsmíði á vertíðar- skipum hjá íslenskum skipasmíðastöðvum. Rnð' smíði slíkra skipa er ekki nein nýjung, hún hefur verið framkvæmd bæði utanlands og héma heima. Sem dæmi má nefna raðsmíði íslenskra fisk1' skipa í A-Þýskalandi árin 1959 og 1964. Einnig má telja smíði íslenskra skipasmíða' stöðva á hinum svonefndu 105 tonna bátum rað- smíði. Þessi skip hafa yfirleitt reynst mjög vel °S verið meðal fengsælustu skipa landsins. Til þess að raðsmíði skipa, sem jafnvel yrðu smíðuð án þess að kaupsamningur væri fyrir hendu geti fullnægt kröfum sem flestra útgerðar- og skip' stjórnarmanna, þarf að hafa náið samráð við þessa aðila í upphafi verkefnisins. Með þetta í hu-a voru strax í upphafi þessa verkefnis unnar tillögur af fjórum mismunandi skipsstærðum með mesta lengd á bilinu 21 - 38,9 metrar ásamt stöðluðum spurningalista með ýmsum mikilvægum spurn ingum eins og um: stærðir skipa, æskileg veiðar færi, stærð áhafnar, meðhöndlun afla ofl. Með þesS1 gögn ætla síðan verkefnisstjórar að fara á fuu útgerðar- og skipsstjórnarmanna, vítt og breytt um landið. Á þessum fundum verður reynt að nýta þa þeK , ingu og reynslu sem þessir aðilar hafa afiað ser gegnum árin. Einnig mun reynt að miðla til þel tæknilegri þekkingu um nýjungar og upplýsin® um þau sjónarmið sem höfð verða í huga við aíra haldandi vinnslu á verkefninu. Reikna má með að niðurstöður þessara funda 520 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.