Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1980, Síða 16

Ægir - 01.10.1980, Síða 16
Frumhönnun. í byrjun er lögð áhersla á sem víðtækasta gagna- söfnun sem tekur mið af hverjumeinstökumútgerð- armanni. Leitað er upplýsinga um hver sé staða viðkomandi útgerðarmanns í dag og hverjar áætlan- ir hans séu. Jafnframt er safnað upplýsingum sem varða legu útgerðarstaðarins, eins og hver er fjar- lægð á miðin, í hvaða fiskstofna er sótt og með hvaða veiðarfærum. Þessar upplýsingar að viðbættum þeim breyt- ingum sem útgerðarmaðurinn reiknar með að eigi sér stað á næstu árum á ástandi fiskistofna í gerð og meðhöndlun veiðarfæra, geymsluaðferðum o.s.frv. gera manni kleift að semja grófa lýsingu af því skipi sem útgerðarmaðurinn hefur áhuga á. í henni er tekin fram stærð skips, veiðarfærabúnaður, vélarafl, stærð áhafnar, stærð eldsneytis og vatns- geyma, útbúnaður fyrir meðhöndlun og geymslu afla og vindubúnaður. Þegar fenginn hafa verið sem flest sjónarmið er ætlunin að flokka þetta niður og velja úr 2-3 stærðir sem myndu henta sem flestum til að vinna með áfram. Rekstraráætlun - arðsemisútreikningar. Markmiðið með rekstri fiskiskipa sem og öðr- um atvinnufyrirtækjum er að þau geti borið sig og helst skilað hagnaði. Hver sá sem vinnur að hönnun skips verður því að hafa í huga rekstrarmöguleika skipsins við hönnun þess. Leita verður svara við spurningum eins og hvaða aflamagni má búast við, hver er til- kostnaðurinn við að ná þeim afla, hverjar eru lána- fyrirgreiðslur og lánakjör, hvað kostar hinn mis- munandi búnaður og hvaða áhrif hefur það á af- kastagetu skipsins ef þessi búnaður er valinn í stað- inn fyrir hinn eða jafnvel sleppt að hafa hann með. Tæknileg hönnun. Frumhönnunin endar á kröfum varðandi nota- gildi skipsins beint. Skipið verður einnig að uppfylla kröfur um öryggi, sjóhæfni og burðargetu. Það verður nú okkar verkefni að sameina allar þessar kröfur í einu skipi á sem bestan hátt, þar sem að baki ákvörðunar á aðalmálum liggja nákvæmir hönnunarútreikningar á grundvelli gefinna forsenda um lesarrými, stöðugleika, sjóhæfni og ganghraða o.s.frv. Þetta enbæði tímafrek og mikil þolinmæðis- vinna. Að því búnu verður hægt að fara að gera endanlegar teikningar um fyrirkomulag og síðan klassa og vinnuteikningaf. Steinar Viggósson: Er grundvöllur fyrir raðsmíöi fískiskipa fyrir íslenska útgerðarmenn? Eitt megin markmiðið með þvísamstarfsverkefm sem hér um ræðir er að hefja raðsmíði á vertíðar- skipum hjá íslenskum skipasmíðastöðvum. Rnð' smíði slíkra skipa er ekki nein nýjung, hún hefur verið framkvæmd bæði utanlands og héma heima. Sem dæmi má nefna raðsmíði íslenskra fisk1' skipa í A-Þýskalandi árin 1959 og 1964. Einnig má telja smíði íslenskra skipasmíða' stöðva á hinum svonefndu 105 tonna bátum rað- smíði. Þessi skip hafa yfirleitt reynst mjög vel °S verið meðal fengsælustu skipa landsins. Til þess að raðsmíði skipa, sem jafnvel yrðu smíðuð án þess að kaupsamningur væri fyrir hendu geti fullnægt kröfum sem flestra útgerðar- og skip' stjórnarmanna, þarf að hafa náið samráð við þessa aðila í upphafi verkefnisins. Með þetta í hu-a voru strax í upphafi þessa verkefnis unnar tillögur af fjórum mismunandi skipsstærðum með mesta lengd á bilinu 21 - 38,9 metrar ásamt stöðluðum spurningalista með ýmsum mikilvægum spurn ingum eins og um: stærðir skipa, æskileg veiðar færi, stærð áhafnar, meðhöndlun afla ofl. Með þesS1 gögn ætla síðan verkefnisstjórar að fara á fuu útgerðar- og skipsstjórnarmanna, vítt og breytt um landið. Á þessum fundum verður reynt að nýta þa þeK , ingu og reynslu sem þessir aðilar hafa afiað ser gegnum árin. Einnig mun reynt að miðla til þel tæknilegri þekkingu um nýjungar og upplýsin® um þau sjónarmið sem höfð verða í huga við aíra haldandi vinnslu á verkefninu. Reikna má með að niðurstöður þessara funda 520 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.