Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 12
framkvæmdastjóri og Matthías Sveinsson framkvæmdastjóri. Framkvæmdastjóri verkefnisstjórnar er Ingólfur Sverrisson og tæknilegir verkefnisstjórar Steinar Viggósson vélstjóri og skipatæknifræðingur og Þorsteinn Már Baldvinsson stýrimaður og skipa- verkfræðingur. Auk ofangreindra manna hafa verið og verða kallaðir til leiðandi tæknimenn þátttökufyrirtækj- anna. Aðrar aðgerðir Eins og fram kemur hér að framan eru mark- mið verkefnisins ljós og snerta flesta ef ekki alla þætti sem hafa áhrif á framkvæmd innlendra skipasmíða. Hinu má þó ekki gleyma, að þátttöku- fyrirtækin sjálf verða að hagræða ýmsu innan sinna veggja ef sá árangur sem stefnt er að á að nást. Hér er um samstarfsverkefni margra fyrirtæka að ræða og því augljóst að þau verða að móta sér sameiginlegan grundvöll til að starfa á. Eitt það mikilvægasta á þessu sviði er að fyrirtækin tali sama „tungumálið" ef svo má að orði komast; að þau geti unnið eftir ákveðnum sameiginlegum grundvallarforsendum. Að öðrum kosti er hætta á að samstarfið falli á veikum grunni misskilnings og misræmis. Iðnþróunarverkefni Sambands málm- og skipa- smiðja hefur nýlega gert kaupsamning á flokk- unarkerfi frá Norges Skipsforskningsinstitutt, en með þessu kerfi - og ýmsum aðgerðum sem með innkeyrslu þess fylgja - verða allir vinnutímat skráðir á samræmdan hátt. Þessi samræmda niðurröðun og skráning vinnutímanna er einn grundvöllur þess að við verði komið þeirri alls- herjar samræmingu og framleiðniaukningu sem nauðsynleg er til að ná þeim árangri sem steint er að. Með notkun þessa flokkunarkerfis skapast auk þessa ýmsir aðrir möguleikar, svo sem tilboðsgerð í viðgerðir skipa og fyrirbyggjandi viðhald skipa- í því sambandi má - á þessum vettvangi - geta þess, að mjög víðtækt kerfi til notkunar við fyrtr- byggjandi viðhald skipa, svonefnt TSAR-kerfi- er byggt á umræddu flokkunarkerfi og vonandi gefst síðar tækifæri til að greina frá því. Með þessu greinarkorni vildi ég gera örstutta grein fyrir markmiðum þessa samstarfsverkefms, stjórnun þess og starfsliði svo og því að íslenskar skipasmíðastöðvar munu á næstu misserum treysta grundvöll samstarfs síns til að ná fram aukinm framleiðni og um leið ódýrari framleiðslu. En hvað sem öllum fögrum fyrirheitum líður þa rætist þetta því aðeins að fullur skilningur allra íslenskra aðila, sem þetta mál varðar, sé fyrir hendi; í trausti þess er haldið á brattann. Úr skipasmíðastöðirmi Stdlvík. 516 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.