Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 63

Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 63
Minningarorð: Gunnar Nielsson útgerðarmaður, Hauganesi Þegar ég heyrði lát frænda míns og vinar Gunnars Nielssonar, kom mér í hug að stórt skarð væri nú höggvið í vina- hópinn sem seint yrði brú- að. Gunnar var fæddur á Árskógsströnd 1/12 1905 og þar bjó hann til ævi- loka. Hann var lengi kenndur við Berunes en Par ólst hann upp að mestu leyti. Árið 1938 fluttist hann að Hauganesi og þá má segja að kynni okkar befjist. Hann var nágranni minn og samstarfs- ^ður í mörgum málum. Á samstarf okkar hefur a'drei fallið nokkur skuggi. Nú er það svo að við v°rum ekki alltaf sammála í öllu en við bárum það ^tikla virðingu hvor fyrir öðrum að það varð aldrei ágreiningi. Gunnar var kvæntur mikilli ágætiskonu, Helgu •iónsdóttur, sem var hans stoð og stytta í öllu þeirra hjónabandi. Þau áttu 6 börn. Hann var víðkunnur athafnamaður og lagði ^örgum góðum málum lið og það vissu allir að það Sem Gunnar skifti sér af var í góðum höndum og §æti hann ekki leyst það var það tæplega á annarra J»ri. Á seinni árum starfaði hann mikið að opin- oerum málum. Hann var lengi í hreppsnefnd og hafnarnefnd og þar vann hann mikið starf. Að öllum öðrum ólöstuðum tel ég að hann hafi átt stærstan þátt í því að hér í sveit er komin sæmi- leg hafnaraðstaða. Hann var um árabil í stjórn Vélbátatryggingar Eyjafjarðar og síðustu árin for- maður félagsins. Á mörgum undanförnum árum hefur hann setið alla fundi sem Fiskifélag ísland hefur haldið á Norðurlandi og lagt þar gott til allra mála. Á yngri árum var Gunnar mikill sjósóknari og aflamaður og segja má að synir hans hafi ekki látið merkið falla því þeir eru kunnir aflamenn. Þó Gunnar væri alvörumaður, var hann oft glaðastur allra í góðum hóp. Hann gekk að öllu sem hann gerði af heilum hug. Gunnar var mikill höfðingi heim að sækja enda slíkur að allri gerð. Að leiðarlokum þakka ég honum allt okkar sam- starf og ótal margar glaðar stundir sem við áttum. Eiginkonu hans og börnum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Angantýr Jóhannsson. Við sem áttum samleið og samstarf með Gunnari Nielssyni um hagsmunamál sjávarútvegsins, þökk- um framlag hans, og sendum Helgu og öðrum að- standendum samúðarkveðjur. Hann var dyggur fylgismaður Fiskifélagsins og vann ótrauðlega að framgangi góðra mála á þessum vettvangi og þá ekki sízt þeirra mála er varða hags- muni Norðlendinga. Þau hjón voru góð heim að sækja. Fór saman gott viðmót og mikil gestrisni. Gunnars var minnzt að verðleikum og vottuð virðing á fjórðungsþingi fiskideilda í Norðlend- ingaíjórðungi, sem haldið var á Akureyri fyrir skömmu. M.El. ÆGIR — 567
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.