Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 26

Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 26
Endurreisn þessa stofns hefur því tekist vonum framar. Kemur þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi urðum við fyrir því láni að mjög lítill hrygningar- stofn gat af sér tiltölulega stóran árgang árið 1971. f annan stað tryggði veiðibannið á árunum 1972- 1975 að þessi stóri árgangur fékk að vaxa og hrygna í friði að minnsta kosti einu sinni áður en veiðar hófust. Frá og með 1975 hefur veiðum verið stillt svo í hóf að endurreisn stofnsins hefur getað haldið áfram. Telja verður að endurreisn þessa síldarstofns hljóti að vera klassískt dæmi um þann árangursem ná má þegar farið er að ráðum vísindamanna en það var gert að því er varðar hámarksafla og síldveiði- bann allt frá 1970-1979. Nú eru þó ýmsar blikur á lofti þar sem íslensk stjórnvöld hafa í ár í fyrsta sinn ekki samþykkt tillögur Hafrannsóknastofn- unar um leyfilegan hámarksafla á íslenskri sumar- gotssíld. Þessi afstaða íslenskra stjórnvalda ereink- um uggvekjandi vegna þess að sá grunur leikur á að þeir árgangar sem bætast munu í stofninn á næstu árum séu ef til vill verulega miklu lakari heldur en árgangarnir sem veiðin byggist á um þessar mundir. Það er og nöturlegt að um 200 skip fá nú síld- veiðileyfi. Hér áður fyrr fóru að vísu um 200 ísl. skip á síld. Þá varð aflinn líka oft mörg hundruð þúsund tonn. Nú á að nota jafnmörg skip til að veiða 1/10 þess sem áður var. Lokaorð Forráðamenn þessarar ráðstefnu óskuðu þess að í inngangserindi um síldarstofna og síldveiðar væri sérstaklega gert að umræðuefni áhrif síldar á aðra fiskstofna. Víxláhrif hinna ýmsu fiskstofna á hvern annan voru í raun mjög til umræðu á síðustu norrænu fiskimálaráðstefnunni, sem haldin var fyrir tveimur árum, en þá hélt dr. Erik Ursin, erindi um Norðursjávarlíkan sitt eins og kunnugt er. Ég geri ráð fyrir að þessi ósk forráðamanna ráðstefn- unnar nú sé í beinu framhaldi af þeirri umræðu. Ég verð að játa, að ég er einn þeirra, sem tel, að rannsóknum á þessu sviði sé allt of stutt komið og miklu meiri vísindalegum gögnum verði að safna og úr þeim að vinna áður en hægt er að taka niður- stöður þær, sem Norðursjávarlíkanið bendir til, alvarlega. Að því er síldina varðar, þykir mér þó rétt að benda á eftirfarandi atriði. Jarðsögulegæ séð er síldin mjög gamall fiskur og hefur því verið hluti af vistkerfi sjávarins miklu lengur en flestar aðrar þær tegundir, sem við nýtum á vorum dögum. Síldin er mjög framarlega í fæðu- keðjunni. Langvarandi rannsóknir á fæðu hennar sýna að í langflestum tilfellum er aðalfæða síldar- innar ekki aðrir fiskar heldur ýmis smákrabbadýr, sem aftur eru jurtaætur. Breytileg stærð síldar- stofna hefur því ekki bein áhrif á stærð annarra fisk- stofna þar sem þeir eru yfirleitt ekki hluti af fæðu síldarinnar. Sildin getur hins vegar verið mjög mikil- vægur hluti fæðu ýmissa annarra fiska, svo sem þorsks og ufsa, svo ekki sé minnst á hvali. Þar sem mergð síldarinnar var meiri en annarra fisk- tegunda er engum vafa undirorpið að hrun síldar- stofna í norðaustanverðu Atlantshafi hlýtur að hafa haft mjög mikil áhrif á vistkerfi þeirra hafsvæða, sem síldin nýtti. Þannig er líklegt að eins konar tómarúm hafi orðið í Noregshafi við hrun Norsk- íslenska síldarstofnsins, en þetta tómarúm hafí síðan að nokkru eða öllu leyti verið fyllt með verulegum vexti kolmunnastofnsins á síðustu árum. Þá er einnig hugsanlegt að loðnan hafi að einhverju leyti notið góðs af hruni síldarstofnanna. Þó verður að geta þess að ætissvæði fullorðinnar loðnu er yfit" leitt í miklu kaldari sjó og á norðlægari slóðum en ætissvæði síldarinnar. Uppeldisstöðvar þessara tveggja tegunda gátu þó verið á hinum sömu svæð- um svo sem í Barentshafi og ekki er útilokað að stærð loðnuárganga hafi aukist við það að síldm hvarf af uppeldisstöðvunum á þessum slóðum- Allt eru þetta þó fyrst og fremst vangaveltur og bollaleggingar um það sem hugsanlega hafi gerst en sannanir vantar þar sem rannsóknir á stærð kolmunna og loðnustofna fyrir hrun síldarstofn- anna liggja ekki fyrir. Af þessum sökum tel ég mjög hæpið að fullyrða mikið um víxlverkun síldar og annarra fisktegunda. Enn sem komið er þykir mer eðlilegra að miða uppbyggingu síldarstofna við sögulegar staðreyndir. Við þykjumst vita með mikilli vissu að Norsk-íslenska síldin var allt að tíu milljón tonn hér fyrir tuttugu árum. Við þykjumst einnig vita að í áraraðir hafi síldin verið mjög mikilvægur þáttur í vistkerfi sjávar- ins. öll líffræðileg og vistfræðileg rök virðast þvl hníga í eina átt, sem sagt þá að endurreisa síldar- stofnana eins fljótt og unnt er þannig að afrakstuis- getu þeirra verði komið í fyrra horf og síldin ver 1 að nýju hin mesta auðlind norðurhafa. Fyrir tvemur árum var haldinn mikil ráðstefn3 á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins er fjalla um þann líffræðilega grunn sem stjórnun á veiðu111 uppsjávarfiska hlyti að byggjast á. Niðurstöðu1 þessarar miklu ráðstefnu urðu meðal annars þærJ stjórnun sildveiða yrði að byggjast að miklu leý11 öðrum lögmálum heldur en stjórnun botnfiskveiða- 530 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.