Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 13
í*órleifur Jónsson:
Hvers vegna hönnunar-
°g raðsmíðaverkefni?
Um nokkurra ára skeið
hefur fiskiskipafloti lands-
manna verið undir smásjá.
Síðla árs 1975 gaf Haf-
rannsóknastofnunin út
skýrslu þá um ástand
fiskstofna á íslandsmið-
um, er gengið hefur undir
nafninu svarta skýrslan.
Sú nafngift var sem kunn-
ugt er til komin vegna þess
að þar kom fram það álit
lskifræðinga að þorskstofninn væri ofveiddur og
J^fnvel svo mjög að honum væri bráð hætta búin
e[ ekki yrði snarlega dregið úr sókn í hann. Þessar
u'ðurstöður skutu mönnum mikinn skelk í bringu.
amkvæmt þeim var fiskiskipaflotinn allt of stór.
ann taldi þá m.a. 59 skuttogara, samtals tæplega
þúsund brúttórúmlestir að stærð. Höfðu þeir
a lir verið keyptir eða smíðaðir á örfáum árum.
er virtist vera komið að lokum einnar af hinum
8'furlegu sveiflum sem einkennt hafa uppbyggingu
endurnýjun fiskiskipastólsins. Ef haft er í huga
x ílíkt stjórnleysi hafði ríkt í fjárfestingu í fiski-
s 'Pum, jafnvel á þeim tímum þegar aðeins var um
a ræða venjulegar og eðlilegar sveiflur í sjávar-
“tve8i, er ef til vill ekki að undra þótt ýmsar öfga-
uUar skoðanir kæmu fram um hvernig við skyldi
regðast þegar svo alvarlega horfði. Skemmst er og
ra því að segja, að háværar raddir heyrðust um
a réttast væri að stöðva alla endurnýjun fiskiskipa
°8 jafnframt gera ráðstafanir til þess að minnka
°tann.
^egar svo var komið gefur auga leið að skipa-
^jðaiðnaðurinn var settur í mikinn vanda. Það
a j loftinu að senn yrðu teknar róttækar ákvarð-
^uir í fjárfestingarmálum, sem algerlega gætu skipt
þ Pum um líf eða dauða skipasmíðastöðvanna.
essar stöðvar höfðu brotist til bjargálna og var
r eingöngu um að þakka miklu harðfylgi og
^J^rtsýni forsvarsmanna þeirra. Þeir trúðu því að
rett væri á málum haldið gæti hin mikla auðlind
feiVaHns tryggt ennþá meiri hagsæld en þá, sem
st > fiskveiðum og fiskvinnslu eingöngu. Tilvist
öflugs sjávarútvegs byði upp á stórkostleg tækifæri
til þess að framleiða hagkvæm og vönduð fram-
leiðslutæki fyrir hann. Hér væri m.ö.o. um að ræða
einn stærsta heimamarkað fyrir íslenskan iðnað,
sem allir væru sammála um að nauðsynlegurværitil
að breikka grundvöll atvinnulífsins.
Það er bjargföst sannfæring forsvarsmanna skipa-
iðnaðarins að hann sé svo mikilvægur fyrir þjóðar-
búið að lífskjör íslendinga og það framlag, sem
auðlindir sjávarins leggja til þjóðarbúsins, myndi
stórlega rýrna ef mikið yrði dregið úr skipasmíðum
hér á landi, svo ekki sé talað um ef þær væru lagðar
niður. Þegar þetta er haft í huga gætu menn haldið
aðjafnvel þótt þorskstofninn ogefnahagslegframtíð
þjóðarinnar væru í hættu myndu forsvarsmenn
skipasmíðaiðnaðarins bregðast við eingöngu með
sína eigin hagsmuni í huga. Slík ályktun væri mjög
ósanngjörn.
Félag dráttarbrauta og skipasmiðja lýsti því
mjög snemma yfir við stjórnvöld og á opinberum
vettvangi að hér væri á ferðinni verulegt vandamál
sem bregðast þyrfti við á viðeigandi hátt og jafnvel
með samdrætti. Þótt félagið benti raunar á að endur-
nýjunarþörfin væri meiri en svo að afkastageta
skipasmíðastöðvanna dygði til að fullnægja henni,
setti það aldrei fram þá kröfu að afkastageta ís-
lenskra skipasmíðastöðva yrði nýtt að fullu. í fyrsta
lagi hefði sú krafa orðið til þess að íslenskar skipa-
smíðar hefðu aukist frá því sem áður var, og í öðru
lagi þótti félaginu ekki óeðlilegt að reynt yrði að
spyrna við fótum ef, og aðeins ef, á sama tíma væri
gert verulegt átak í því að draga úr innflutningi fiski-
skipa. Sú varð hins vegarekkirauniná. Innflutning-
ur skipa varð miklu meiri en svo að forsvarsmenn
félagsins gætu varið fyrir félagsmönnum sínum og
eigin samvisku þá undanlátssemi, sem ýmsir vildu
að það sýndi. Það hefur því oft þurft að setja fram
óskir og kröfur sem túlka mætti á þann hátt, fyrir
þá sem ekki þekkja til, að félagið vildi ekki horfast
í augu við vandann eða teldi sér hann óviðkomandi.
Þvert á móti hefur félagið tekið málefnalega og
með opnum huga á þessu vandamáli og horft fyrst
og fremst á heildarhagsmuni þjóðfélagsins.
Nauðsynlegt er að hafa í huga þau atriði, sem
tíunduð hafa verið hér að framan, þegar spurt er
hvers vegna félagið beitti sér fyrir víðtækri sam-
stöðu og samvinnu um hönnun nýrra fiskiskipa með
það að markmiði að raðsmíða slík skip. Það kann
nefnilega svo að vera að ýmsum lítist þannig á þessar
hugmyndir að hafi forsvarsmenn skipasmíðaiðnað-
arins einhvern tíma skilið vandamálið um stærð
ÆGIR — 517