Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 46
Ingimar Jóhannsson:
Um sleppingu laxaseiða
í Lóni í Kelduhverfi
Fiskifélag íslands hefur sem kunnugt er staðið
fyrir athugunum og rannsóknum á Lóni í Keldu-
hverfi á undanförnum árum. Tilraunir hafa verið
gerðar þar, þó í smáum stíl, með laxeldi í búrum og
sleppingu laxaseiða.
Innstreymi fersks vatns í Lón er nær eingöngu
úr volgum og köldum lindum, en flestar eru þessar
lindar á botni Lóns. Meðalinnstreymi á fersku
vatni í Lón er áætlað um 6,6 m3/sek. Það magn af
sjó sem streymir inn í Lón hverju sinni er ekki
aðeins háð sjávarföllum og því hver stórstreymt er.
Það er einnig breytilegt frá ári til árs vegna þess að
dýpt og staða óssins breytist. Lónið er lagskipt,
þannig að yfir sumartímann eru skörp skil milli
hins ferska yfirborðslags og hins salta undirlags.
Dýpt ferskvatnslagsins á sumrin er um 3 m, en yfir
vetrarmánuðina verður dýptin 5-6 m auk þess sem
skilin verða ekki eins skörp milli ferskvatnslags-
ins og salta lagsins. Hámarksselta saltalagsins er um
20°/ooá sumrin, en minni yfir vetrarmánuðina.
Hitastig ferska lagsins er á sumrin 8-10° C,
en hitastig salta lagsins er þá 13-17° C. Sú reynsla
sem fengist hefur með laxeldi 1 Lóni bendir til þess
að hafbeitaraðstaða sé þar óvenju hagstæð af því
er tekur til undirbúnings laxaseiða fyrir sleppingu
til hafs. Ef seiðin eru alin í 5-6 m djúpri körfu
um nokkurt skeið fyrir sleppingu, venjast þau ekki
aðeins hinu ferska yfirborðslagi Lóns, heldur að-
lagast einnig hinu salta botnlagi. Þannig má ætla,
að seiðin yrðu betur búin undir ,,sjóferð“ en ef
þau hefðu aðeins dvalist í fersku vatni. Þá má ætla
að heppilegast sé að sleppa seiðunum við útfall
nálægt ós vatnsins.
Sumarið 1978 var 600 laxaseiðum sleppt í Lón,
sumarið 1979 var 2400 seiðum sleppt og nú í
sumar 2800 seiðum. Seiðin voru fengin frá
Laxamýri og af Laxárstofni (stórlax), en seiði
úr Laxá dvelja yfirleitt 2 ár í sjó. Aðferðin við
undirbúning og sleppingu var sú sama og að framan
er lýst. Seiðin voru alin í rúmlega mánaðartíma
fyrir sleppingu í körfu, og voru þannig orðm
seltuhert við sleppingu. Karfan var síðan dregm
nálægt ós vatnsins og seiðunum sleppt við útfall.
metrar.
550 — ÆGIR