Ægir - 01.10.1980, Blaðsíða 14
flotans þá séu þeir nú endanlega búnir að gleyma
því. Þessu er auðvitað fljótsvarað og svarið er raun-
ar hið sama nú og árið 1975 og hefur raunar alltaf
verið hið sama. Hagsmunir íslensks skipasmíða-
iðnaðar, sjávarútvegsins og þjóðfélagsins alls fara
saman þegar um er að ræða grundvallaratriði í upp-
byggingu og endurnýjun fiskiskipastólsins. Þessu
veldur sú einfalda staðreynd að til þess að fiski-
skipaflotinn á hverjum tíma geti verið sem hag-
kvæmastur fyrir útgerðina og þjóðarbúið þarf hann
að svara kröfum tímans og endurnýjun hans þarf
að vera stöðug og jöfn. Það er skoðun Félags drátt-
arbrauta og skipasmiðja að þær sveiflur, sem verið
hafa í endurnýjun fiskiskipastólsins allt frá stríðs-
lokum, hafi verið mjög óæskilegar bæði fyrir skipa-
smíðaiðnaðinn, er hefur lengst af misst af strætis-
vagninum í endurnýjuninni, fyrir sjávarútveginn og
stofnlánasjóði hans, sem á tilteknu árabili sitja
uppi með mikinn fjölda úreltra skipa, og fyrir þjóð-
félagið í heild sem á vissu millibili þarf að verja
óheyrilega háum fjárfúlgum í fjárfestingu. Þegar
grannt er skoðað eru þau rök, sem mæla með jafnri
endurnýjun fiskveiðiflotans, ekki síður í gildi nú,
þegar svo er ástatt að stærð flotans er takmörkunum
háð. Krafa dagsins hlýtur að vera sú, að flotinn sé
sem mest í samræmi við þarfir og hagkvæmastur, og
uppfylli þær tæknikröfur, sem gerðar eru í nú-
tímaþjóðfélagi.
Félag dráttarbrauta og skipasmiðja hefur í mörg
ár, og löngu áður en svarta skýrslan kom út, barist
fyrir jafnri og stöðugri endurnýjun fiskiskipa. Til
þess að vara við einni sveiflunni fór félagið fyrir
Úr skipasmíðastöðinni Stálvík.
nokkrum árum að benda á aldursdreifingu vertíðar-
bátanna og annarra báta af svipaðri stærð. í sam-
ræmi við hefðbundnar venjur íslendinga í þessum
efnum hefur endurnýjun þessa hluta flotans verið
látin sitja á hakanum. Ef ekkert verður að gert a
næstunni mun endurnýjun þessa hluta flotans eiga
sér stað með enn einni kollsteypunni. Þess vegna
hefur Félag dráttarbrauta og skipasmiðja haldið
því fram, að íslenskur skipaiðnaður standi nú enn
einu sinni á krossgötum. Fiskibátar af stærðinm
20-250 brúttórúmlestir (vertíðarbátar, rækjubátar
o.fl.) eru að komast ájafn úrelt tæknistig og síðutog-
ararnir, þegar hafist var handa um endurnýjun
þeirra á sínum tíma. Til að rökstyðja þetta nánar ma
benda á að í byrjun þessa árs voru 255 skip í íslenska
fiskiskipaflotanum 20 ára eða eldri og eftir 3 at
verða þau orðin 420. Þar sem langsamlega flest þess-
ara skipa eru af áðurnefndri stærð er ljóst, að hvað
svo sem líður athugunum á hagkvæmustu stæt
fiskiskipastólsins mun eðlilega skapast gífurlegut
þrýstingur frá útgerðarmönnum um endurnýjun
þessa hluta flotans alveg á næstunni. Það má segl^
að þessi þrýstingur sé raunar hafinn og nægir a
minna á óskir Vestmannaeyinga um innflutning
allmargra alhliða fiskiskipa frá Póllandi. Þa
fer því ekkert á milli mála, að mikill markaður ver
ur fyrir báta af þessari stærð á næstu árum-,
Þótt forsvarsmenn skipaiðnaðarins leggi °fUI.
kapp á að ná því markmiði, að endurnýjun fisk'
skipastólsins verði sem jöfnust og stöðugust ganga
þeir þess þó engan veginn duldir að mikil aukning
togaraflotans að undanförnu takmarkar nokku
það svigrúm sem fyrir hendi er varðandi uppbyS®
ingu bátaflotans. Hins vegarerendurnýjun bátatl°
ans það brýn að jafnvel þótt hún verði ekki svo rm
il, sem hagkvæmast væri, er ljóst að hún verður um
talsverð, að minnsta kosti miðað við afkastage _
íslenskra skipasmíðastöðva. Ekki er ennþá ljoSfi
hvaða farveg þessi endurnýjun muni beinast,eoa
mikil hún verður mæld í brúttórúmlestum og f)01
skipa. Leggja verður áherslu á, að íslenskur skipa
iðnaður er fyrir margra hluta sakir betur undir P
búinn en áður að takast á við enduruppbygS1.0^
fiskiskipaflota landsmanna. Á hinn bóginn er 1J
að hér er fyrirsjáanleg svo stórkostleg endurnýjuu
sveifla, að verði ekkert að gert á næstunni,
það í för með sér gifurlega innflutningsbylgju
hefð'
ílík-
setu
ingu við það, þegar innflutningur skuttogara var ■
mestur. Fari svo mun það hafa ófyrirsjáanleg^
afleiðingar fyrir íslenskan skipaiðnað og an,,a.
atvinnulíf í landinu. Samstillt átak skipasmi
518 — ÆGIR