Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 11

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 11
0rnetanlega greiðasemi. Hafrannsóknastofnun lánaði tæki til gagnasöfnunar, hitamælinga og efnarann- s°kna. Starfsfólk á Sjórannsókna- og Þörungadeild Hafrannsóknastofnunar lét í té margs konar hjálp við efnagreiningar og útbjó lögn fyrir hitaskynjara. Líf- fræðingar á Þörungadeild Hafrannsóknastofnunar og a Orkustofnun veittu aðstoð og ráðleggingar við mæl- ’ngar á framleiðni með geislakoli. Veðurstofa veitti goðfúslega upplýsingar um veðurathuganir og geisl- nnarmælingar og Vatnamælingar Orkustofnunar um vatnasvæði og ferskvatnsrennsli. Forstöðumaður Sjómælinga lánaði útbúnað til dýptarmælinga og veitti holl ráð um framkvæmd þeirra. Síðast en ekki Slst ber að þakka Vísindasjóði og Fiskifélagi íslands, Sem veittu fjárstyrk til þessara rannsókna. Sögulegar heimildir Ólafsfjarðarvatn hefur löngum þótt forvitnilegt stóðuvatn vegna sjávarfiska, sem í því eru og menn tóldu fyrr meir, að gætu lifað þar í ósöltu vatni. Ein- ö^erja elstu heimild um vatnið er að finna í Jarðabók Arna Magnússonar (1712), en þar segir, að í vatninu Se veiddur sjávarfiskur, einkum koli og „maurungur" (þyrsklingur), bæði af bátum og um vakir á ís og ”kpmi að góðu gagni“. I íslandslýsingu Eggerts Ólafssonar (1772) segir, að Olafsfjarðarvatn sé fiskisælt og merkilegt vegna þess, að þar hafi sjávarfiskur tekið sér bólfestu, bæði Þ°rskur, ýsa, flyðra og skata, og veiði Ólafsfirðingar þessa fiska á færi upp um vakir á veturna. Sé þessi fiskur góður til átu og sætur og öðruvísi á bragðið en venjulegur sjávarfiskur af sömu tegundum. Telur ^ggert, að rifið framan við vatnið muni hafa orðið til Vegna jarðskjálfta eða brimgangs og sjávarfiskur Þannig orðið innlyksa, tímgast þar og smám saman aðlagast ferska vatninu. Líklegt má telja, að lýsing Eggerts á vatninu og hin nýstárlega kenning hans, að sjávarfiskar hafi þar getað vanið sig smátt og smátt við ferskvatn, hafi °rðið til þess, að Frakkar sendu herskip til íslands árið 1891 til að kanna vatnið. Segir Þorvaldur Thor- oddsen (1898), að þessar rannsóknir Frakka hafi leitt ' þós, að hugmynd Eggerts hafi verið á misskilningi °ýggð. Þorvaldur bendir réttilega á, að sjávarós Vatnsins sé misdjúpur og í haustbrimum og stór- oðum gangi sjór stundum yfir rifið. Segir hann, að vatnið sé oftast ferskt í yfirborði, en dýpra hljóti það að vera saltara og misrnunandi eftir árstíðum. Þá segir ann, að vatnið sé dýpst innan til, 6-7 faðmar, en ^klu grynnra utan til, 1-2 faðmar. Þorvaldur skýrir ra því, að „fyrir nokkrum árum“ hafi mikið síldar- hlaup komið inn í Ólafsfjarðarvatn og hafi þá svo mikið verið veitt af síld, að menn sóttu hana í lesta- ferðum úr Fljótum og öðrum nálægum héruðum, en veturinn eftir hafi síldin drepist í vatninu „af átuleysi og rnegurð". Arið 1900 kannaði Bjarni Sæmundsson Ólafs- fjarðarvatn og mældi dýpi þess á nokkrum stöðum (Bjarni Sæmundsson 1901). Bjarni telur, að sjávarós vatnsins hafi áður verið svo djúpur, að hann hafi naumast verið reiður, en breyst fyrir „eitthvað 8 árum“ og sé nú í mesta lagi í kvið á hesti og falli sjór „aðeins í háflóðum inn í vatnið". Hafi þá koli og síld að mestu hætt að ganga í það. Bjarni segir, að dýpi í utanverðu vatninu sé mjög lítið, 1-6 fet, og hafi sandur „eflaust fokið þar í það og fyllt það“. Innan til reyndist það 5 faðmar á stóru svæði og mesta dýpi um 5Vi faðmur. Koma þessar tölur Bjarna mjög vel heim við niðurstöður af þeim dýptarmælingum, sem höfundar þessarar greinar framkvæmdu sumarið 1978. Þá mældi Bjarni hita í yfirborði (12.5° C) og á5 faðma dýpi (6.5° C), og ennfremur seltu í yfirborði (0%) og á 2 föðmum (4.1%o), 3 föðmum (24.6%0) og 5 föðmum (28.5%0). Af þessum niðurstöðum dró Bjarni þá ályktun, að vatnið sé ósalt efst, en „hálfsalt eða meira“ nær botni. Taldi hann víst, að salta vatnið hljóti „að síast gegnum sandrifið", með því að í ósnum sé „nærri stöðugur útstraumur af fersku vatni“, en áður fyrr hafi vatnið verið saltara „meðan ósinn var dýpri og sjór gat streymt inn með hverju flóði“, og sé þá „ekki undarlegt, þótt sjávarfiskur skyldi vera í því langdvölum“. Sagðist Bjarni ekki hafa orðið var við neitt smádýralíf í vatninu nema nokkra dauða vatnakuðunga. Þar sem vatnið var ósalt til botns reyndist vera gulgrá leðja og nokkur gróður, en þar sem það var salt við botninn var svört daunill leðja og ekkert lifandi. Fisk kvaðst Bjarni ekki hafa orðið var við í vatninu. Virðist hann telja, að lífsskilyrði hafi versnað til muna í vatninu frá því sem áður var, þegar ósinn hafi verið dýpri. Með tím- anum hafi salta lagið „afvatnast“ og orðið óhagstætt umhverfi fyrir sjávardýr, svo að þau hafi annaðhvort flúið eða smám saman dáið. Vitað er, að sjávarfiskar hafa verið algengir í Ólafs- fjarðarvatni frá því að Bjarni Sæmundsson skrifaði grein sína í byrjun aldarinnar og fram á þennan dag, og virðast a.m.k. sumar tegundir dafna þar vel. Telja heimamenn í Ólafsfirði öruggt, að sá fiskur berist inn í vatnið, sennilega á hverjum vetri, þegar sérstakar aðstæður valda því, að sjór gengur inn um ósinn, eins og síðar verður vikið að. ÆGIR-515
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.