Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 28

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 28
markaði. Á sjöunda áratugnum eykst hlutdeild E.B.E. ríkjanna aftur og kemst upp í 22% hlutdeild af verðmæti árið 1965, vegna mikillar sölu á þorsk- fiskflökum til Bretlands það ár. Hagsmunaárekstrar við Breta og önnur E.B .E. ríki hófust fljótlega eftir útvíkkun fiskveiðilögsögunnar árin 1952, 1958,1972,1975. Áhrifin voru mest í Bret- landi þar sem áhrifamenn í bresku togaraútgerðinni höfðu sterk ítök hvað varðar vörudreifingu á fiskaf- urðum og almennt í fiskiðnaðinum. íslendingar áttu lengi vel í erfiðri samkeppnisaðstöðu vegna tollamála og vegna stöðu sinnar utan markaðsbandalaga Ev- rópu. Þessi atriði áttu mikinn þátt í að útilutningur íslendinga til ríkja E.B.E. dróst verulega saman. Á fyrri hluta áttunda áratugarins fór hlutdeild E.B.E. ríkjanna minnkandi af fyrrgreindum ástæðum. Árið 1976 var hlutdeildin komin niður í um 4% af verð- mæti. Með inngöngu í E.F.T.A., viðskiptasamning við E.B.E. og lausn landhelgisdeilunnar vorið 1976, gjörbreyttist sölu- og markaðsaðstaðan til hins betra. Síðustu þrjú árin hefur hlutdeild E.B.E. ríkjanna verið um 22% af verðmæti útfluttra frystra botnfisk- tegunda. íslensku útflutningsfyrirtækin hófu mark- vissa og skipulega markaðsstarfsemi í E.B.E. ríkj- unum í kjölfar þeirrar lausnar, sem fékkst á land- helgismálinu. Á sama tíma hefur verðmætahlutdeild útfluttra frystra botnfisktegunda til Bandaríkjanna minnkað úr 86% í um 64% á síðasta ári. Þetta kemur vel í ljós á línuriti 1, sem sýnir verðmætahlutdeild útflutnings á frystum botnfisktegundum til helstu markaðssvæða. Línurit nr. 1. Verðmœtahlutdeild útflutnings á frystum fiski til helstu markaðssvœða (botnfisktegundir). 5. Útflutningur til ríkja innan Efna- hagsbandalags Evrópu. Nú verður litið á útflutning íslendinga til einstakra ríkja innan Efnahagsbandalags Evrópu. Þegar þróun útflutnings er skoðuð fyrir einstök ríki kemur í ljós, að um og yfir 90% af verðmæti frystra botnfiskteg- unda fer til þriggja landa, Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýskalands nú hin síðustu ár. Milli 1950 og 1960 fór hlutfallslega mikið magn til Hollands af heildarútflutningi til Efnahagsbandalagsins. Til ann- arra ríkja innan bandalagsins er um sáralítinn útflutn- ing að ræða. Það er því ljóst, að útflutningur til E.B.E. byggist á framangreindum þremur löndum- Þetta kemur vel í ljós á töflu nr. 2 sem sýnir útflutning á frystum botnfiski til ríkja innan E.B.E. Þegar litið er á útflutning á frystum botnfisktegund- um til Efnahagsbandalags Evrópu þá er alveg ljóst, að ekkert mark.aðssvæði hefur aukið innflutning sinn eins mikið hlutfallslega eins og E.B.E. Árið 1976 var Tafla 1. Útflutningur á frystum fiski 1947-1982 eftir löndum (botnfisktegundir) á verðlagi hvers árs. Lönd: magn í tonnum 1947 verðm. hlutd. i þús. af kr. verðm. % magn í tonnum 1950 verðm. hlutd. í þús. af kr. verdm. % magn í tonnum 1955 verdm. hlutd. í þús. af kr. verðm. % magn í tonnum 1960 verðm. hlutd. íþús. af kr. verðm. % magn í tonnum 1965 verðm. íþús. kr. i hlutd- 4 verðrn- % E.B.E 15163 438 63 4397 164 20 1102 60 2 8829 1164 13 16194 2756 22 Bandaríkin . . . 1086 24 3 7409 352 44 10888 701 27 18306 2938 33 28153 7331 59 Sovétríkin .... 7840 190 27 23789 1241 47 27341 3407 38 10398 1983 16 Önnurlönd . . . 1348 39 7 6966 288 36 10588 643 24 9958 1455 16 1916 365 3 Samtals: 25437 691 100 18772 804 100 46367 2645 100 64434 8964 100 56661 12435 100 1970 1976 1980 1981 1982 E.B.E 7638 3004 7 4175 8221 4 28730 275116 22 29718 382889 22 27039 577744 21 Bandaríkin . . . 57377 33725 74 63717 193149 86 71010 836173 66 61645 1122092 65 57994 1779107 64 Sovétríkin .... 23440 7331 16 13877 20114 9 21149 147318 11 20374 206058 12 22948 374323 14 Önnurlönd . . . 3885 1291 3 2311 3328 1 1728 16574 1 665 6020 1 1401 23956 Samtals: 92340 45351 100 84080 224812 100 122613 1275181 100 112402 1717059 100 109382 2755130 100 532-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.