Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 31

Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 31
SV0 nánum tengslum við háskólana og geti þannig hagnýtt sér þá menntun sem þar er veitt og þörf er fyrir með því að fá vel menntað fólk til starfa við rann- sóknir og kennslu, í iðnaði, hagsmunasamtökum greinarinnar, opinberum stofnunum o.s.frv. Stöð- unum fjölgar í háskólunum og um leið eykst starf- sernin. Ennfremur myndast tengsl við sjávarútveg- 'nn, upplýsingar berast á báða bóga og hvorttveggja eykur þetta áhuga skólamanna á útvegsgeiranum og yhr enn frekar undir starf þeirra í hans þágu. . Skipulag Norska útvegsháskólans er þannig háttað: ? stjórn skólans eiga sæti fulltrúar frá sjávarútveg- ■num (4), háskólunum í tengslum við NÚH (5), og stúdentum (2). Stjórnarskrifstofur NÚH eru í Tromsö í sama húsi og aðalskrifstofur FTFI (Fiskeri- teknologisk forskningsinstitutt). Fleiri eru skrifstofur hfÚH ekki. Önnur stjórnun er sameiginleg þeim 4 háskólum sem heyra „móðurstöðinni" til. Þeim 54 stöðum sem NÚH hefur á sínum snærum er skipt sem hér segir: Stjórnarskrifstofur NÚH, Tromsö 4 stöður Háskólinn í Tromsö HTÖ, Tromsö 22 stöður Norski tækniháskólinn NTH, Þrándheimi 14 stöður Háskólinn í Bergen HB, Bergen 10 stöður Norski verslunarháskólinn NVH, Bergen 4 stöður Af þessum stöðum eru 25 rannsóknarstöður (pró- ússorar, dósentar, aðjúnktar og stundakennarar), Ú styrkþegastöður, 14 almennar stöður (starfsfólk á verkstæðum, rannsóknarstofum, skrifstofum o.s.frv.) °g 3 stöður ráðgjafa við kennslu- og námskeiðahald. Fjárhagsáætlun NÚH fyrir árið 1983 hljóðaði uPpá 11,8 millj. nkr. sem skiptust þannig: haun og launatengd útgjöld . 8,4millj. nkr. (71%) imenn útgjöld - innkaup 1,6 millj. nkr. (14%) Hekstrarfé............... 1,8 millj. nkr. (15%) Samtals: 11.8 millj. nkr. Heildarumsvifin eru þó mun meiri en fjárhags- ^tlunin gefur til kynna þareð unnt er að njóta góðs af Hrfestingu háskólanna, sérstaklega hvað snertir tækjabúnað, rannsóknarstofur eða aðra frumfjárfest- 'ngu. 'erskonar menntun veitir NÚH? Tvær deildir við Háskólann í Bergen eru í tengslum v'ð NÚH: sjávarlíffræðideild og námsbraut í nær- lrigarfræði. Fyrst er almenn grunnmenntun (cand. Scient.) 0g { framhaldi af þvf vísindaþjálfunar- menntun (dr. scient.) með auðlindalíffræði og nær- ingarfræði sem sérsvið. Sem stendur eru 34 stúdentar við nám á cand. scient.-stigi og 5 kandidatar vinna að dr. scient.-gráðu. Að auki eru við nám 4 NORAD- styrkþegar frá þróunarlöndum. Norski verslunarháskólinn útskrifar viðskiptafræð- inga með útvegshagfræði sem sérsvið úr útvegshag- fræðideild. Norski tækniháskólinn (NTH) veitir verkfræði- menntun (4Vi ár) og býður einnig menntun á dr.ing,- stigi (2!4>-3 ár). Þrjár deildir eru tengdar NÚH: Deild Lífefnafræðideild Kælitæknideild Sjóvinnsludeild Fræðisvið Útvegsefnafræði Fiskiðnaður Fiskiskipahönnun Þrjú fyrstu námsárin fylgja stúdentar venjulegri námsáætlun deildanna. Á fjórða ári er hægt að sér- hæfa sig í sjávarútvegsfagi og að auki er á síðasta hluta námsins hægt að velja vinnuverkefni eða gerð lokaritgerðar (diplómverkefnis) tengd sjávarútvegi. U.þ.b. 50 kandídatar ljúka sínu aðalfagi úr einhverri NÚH-deildanna þriggja og 4-10 velja lokaverkefni tengd útvegstæknifræði. Ennfremur eru 8 NÚH- styrkþegar við nám á dr. ing.-stigi. Með því að haga skipulagi námsins eins og gert er í deildunum þremur er hægt að útskrifa mjög vel menntaðan starfskraft: fólk með cand. scient,- menntun og viðskiptafræðinga og verkfræðinga með sjávarútveg sem áherslu- og sérsvið. f útvegsfræði- deildinni við Háskólann í Tromsö hefur aftur á móti verið byggt að þverfaglegu námi. Þar tekur kandídats- námið 4lá-5 ár. Kandídatarnir fá grunnmenntun í auðlindalíffræði, næringarlíffræði, útvegstæknifræði, útvegshagfræði og útvegshagræðingu. Við gerð kandídatsritgerðar- innar á síðasta ári er hægt að leggja aðaláherslu á eitt- hvert framangreindra faga og sérhæfa sig í því að vissu marki. Á hverju ári eru teknir inn 15-20 stú- dentar. Háskólinn í Tromsö veitir einnig fræði- menntun til dr. scient.-gráðu og eru 4 kandídatar í því námi við útvegsfræðideildina. Námstilhögunin í hvorum skólanna hefur auðvitað sína kosti og galla. Helsti kostur Tromsö-fyrirkomu- lagsins er e.t.v. sá að um er að ræða hreint sjávarút- vegsnám í beinum tengslum við vandamál og mögu- leika sjávarútvegsins. Á þennan hátt fæst mjög góð atvinnuþekking og skilningur. Kostir fyrirkomu- lagsins í NTH eru þeir að þaðan útskrifast vel menntaðir sérfræðingar í hagfræði eða tæknifræði ÆGIR-535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.