Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 55
Fyrir lestarkælingu er ein sjókæld kæliþjappa frá
Bitzer af gerð 4 H, knúin af 11 KW rafmótor, afköst
23100 kcal/klst við - 10°C/-/+30°C, kælimiðill Freon
22. Fyrir matvælageymslur eru tvær Tecumseh kæli-
þjöppur, önnur fyrir kæligeymslu, kælimiðiil Freon
12, og hin fyrir frystigeymslu, kælimiðill Freon 502.
íbúðir:
í íbúðarými á neðra þilfari er fremst snyrting með
salernisklefa og tveimur sturtuklefum. S.b.-megin
þar fyrir aftan er einn eins-manns klefi, þá 2ja manna
klefi, borðsalur, eldhús, matvælageymslur, þ.e.
ókæld geymsla, kæli- og frystigeymsla aftast. Fremst
b.b.-megin eru þrír 2ja manna klefar, þá klefi 1. vél-
stjóra, sem skiptist í setustofu, svefnklefa og snyrt-
'ngu, og aftast einn 2ja manna og einn eins manns
klefi. Aftarlega í íbúðarými fyrir miðju er ísgeymsla,
°g þvottaklefi og hlífðarfatageymsla með salernis-
klefa.
I þilfarshúsi, b.b.-megin á efra þilfari, er íbúð skip-
stjóra, sem skiptist í setustofu, svefnklefa og snyrt-
mgu, einn 2ja manna klefi og snyrting með salerni.
Utveggir og loft í íbúðum eru einangraðir með 100
n^nt steinull og klætt með plasthúðuðum spónaplöt-
um.
^•nnuþilfar:
Vökvaknúin fiskilúga er framan við skutrennu, og
Veitir aðgang að fiskmóttöku aftast á vinnuþilfari. í
efri brún skutrennu er vökvaknúin skutrennuloka,
Sem er felld lóðrétt niður. Fiskmóttöku er lokað
vatnsþétt að framan með þili og á því eru fjórar
vökvaknúnar rennilúgur til að hleypa fiskinum í blóð-
gunarrennu framan við móttökuna.
Framan við fiskmóttöku eru fjögur blóðgunarker
^eð vökvaknúnum lyftibúnaði til að hleypa fiskinum
1 jötur framan við kerin. í stað þess að kasta fiskinum
UPP í blóðgunarkerin eftir blóðgun er hann fluttur
með færiböndum upp í kerin. Framan við blóðgunar-
kerin eru fjögur aðgerðarborð með aðstöðu fyrir 8
menn, og undir þeim slógstokkur þversum, en eftir
aðgerð er fiskurinn fluttur með færibandi að þvotta-
vél frá Skeide, af gerð S-80, og þaðan með færibandi
að lestarlúgu.
I skipinu eru tvær ísvélar frá Finsam af gerð VIP 6
IMS, afköst 6 tonn á sólarhring hvor. ísvélar eru í þil-
farshúsi s.b.-megin undir hvalbaksþilfari, en á neðra
þilfari, undir ísvélaklefa, er ísgeymsla.
Loft og síður vinnuþilfars er einangrað með 100
’V'm steinull og klætt með 11 mm Warkaus-plötum.
Fiskilest:
Fiskilest er um 490 m3 að stærð og gerð fyrir fisk-
kassa. í lest er unnt að koma fyrir 2750 90 1 fiskköss-
um. Þil og síður lestar eru einangruð með
polyurethan og klædd að innan með stálplötum, en
loft einangrað með glerull og klætt með krossviði.
Lestin er kæld með kælileiðslum í lofti lestar.
í lest er færiband, bæði til að flytja fisk og ís. Eitt
lestarop (2200 x 2200 mm) er aftarlega á lestinni með
stálhlera á karmi, sem búin er fiskilúgu, en að auki er
fiskilúga framan við aðallúguna. Á efra þilfari, upp af
lestarlúgu á neðra þilfari, er ein losunarlúga (2750 x
2400 mm) með stálhlera slétt við þilfar. Fyrir afferm-
ingu á fiski er losunarkrani.
Vindubúnaður, losunarbúnaður:
Vindur skipsins eru vökvaknúnar (lágþrýstikerfi)
frá A/S Hydraulik Brattvaag og er um að ræða tvær
togvindur, fjórar grandaravindur, tvær hífinga-
vindur, tvær hjálparvindur og akkerisvindu.
Aftantil á togþilfari, s.b,- og b.b.-megin aftan við
þilfarshús, eru tvær togvindur (splittvindur) af gerð-
inni D2M4185.
Tœknilegar stærðir (hvor vinda):
Tromlumál .............. 445mm0xl6OOmm0x
1220 mm
Víramagn á tromlu ......1100faðmaraf3!á“ vír
Togátak á miðja (900 mm0)
tromlu .................10. Ot
Dráttarhraði á miðja
(900 mm0) tromlu .......109m/mín
Vökvaþrýstimótorar .... 2xBrattvaagM4185
Afköst mótora ..........2 x 122 hö
Þrýtingsfall ...........40 kp/cm2
Olíustreymi ............2xl6601/mín
Fremst í hvalbak eru fjórar grandaravindur af gerð-
inni DSM 2202. Hver vinda er búin einni tromli
(38Omm®xl2OOmm0x4OOmm) og knúin af einum M
2202 vökvaþrýstimótor, togátak á tóma tromlu 6.0 t
og tilsvarandi dráttarhraði 82 m/mín.
Á hvalbaksþilfari, aftan við stýrishús, eru tvær híf-
ingavindur af gerðinni DMM 4185. Hvor vinda er
búin einni tromlu (42Omm0x85Omm®x3OOmm) og
kopp og knúin af einum M 4185 vökvaþrýstimótor,
togátak á tóma tromlu 10.0 t og tilsvarandi dráttar-
hraði 50 m/mín.
Aftast á togþilfari, til hliðar við skutrennu, eru tvær
hjálparvindur af gerð SM 2202-05 C. Hvor vinda er
ÆGIR-559