Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 16
Ólífræn köfnunarefnis- og fosfórsambönd eru mik-
ilvæg næringarefni plantna jafnt í vatni sem jarðvegi.
Eins og sést á 6. mynd finnast þau aðeins í litlum mæli
í árvatninu, sem myndar ferska lagið í vatninu. Aftur
á móti er tiltölulega mikið af þeim í sjávarlaginu í lok
vetrar, áður en ísinn er farinn af vatninu. Þau ættu
FOSFAT (umól/l)
6. mynd. Fosfat- og nítratstyrkur á mismunandi dýpi í Olafsfjardar-
vatni, 12/5 1979 og 24/8 1979.
því að geta staðið undir öflugri frumframleiðni í efri
hluta salta lagsins, þar sem birta er nægileg, strax og
ísþekjan er bráðnuð. Þær tiltölulega miklu breyt-
ingar, sem urðu á fosfat- og nítratstyrk á tímabilinu
15. maí til 24. ágúst 1979 benda einmitt til þess, að all-
mikil framleiðsla hafi átt sér stað á 2ja til 4ra metra
dýpi. Hins vegar safnast næringarefnin fyrir í miklu
magni í dýpri hluta sjávarlagsins. Einnig má sjá, að
meðan ís var á vatninu, kom fram hámark í nítrat-
styrknum á 3ja til 5 metra dýpi, en þar fyrir neðan
minnkaði nítratið ört. Þessa dreifingu má að öllum
líkindum rekja til þess, að í hinu súrefnissnauða um-
hverfi afoxast nítrat og myndar ammóníak.
Frumframleiðni var mæld í tvö skipti: í júní 1980 og
í júní 1981 (7. mynd). Bæði árin kom fram, að hún var
hverfandi lítil í ferskvatnslaginu í samræmi við nær-
ingarefnaþurrð árvatnsins, eins og fyrr segir. Hins
vegar mældist áberandi framleiðnihámark í efsta
hluta salta lagsins. Þetta hámark var mun þynnra en
afmarkaðra og náði hærra gildi 1981 en 1980. Neðan
4-5 metra minnkaði framleiðnin mjög og var svo til
engin í hinu súrefnissnauða lagi í dýpsta hluta
vatnsins. Á 7. mynd eru einnig sýndir nokkrir efna-
7. mynd. Frumframleiðni, súrefnismettun, sýrustig og blaðgrœna á mismunandi dýpi 14. júní 1980 og 23. júnt 1981.
520-ÆGIR