Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 13
rúmmál ferskvatnslagsins sé rúmlega 3.7 x 106 m3.
Samkvæmt því má áætla, að endurnýjunartími fersk-
yatnsins sé að meðaltali: 3.7 x 106 m3/(10.5 m3/sek.)
(60' x 24 sek./dag) = 4 dagar. Miðað við mánaðameð-
altöl yrði endurnýjunartíminn mestur um 11 dagar,
minnstur um 2 dagar. Viðstöðutími ferskvatns í
Olafsfjarðarvatni er því mjög stuttur.
Hiti og selta
Við venjulegar aðstæður er eingöngu ferskvatn í
yfirborðslagi vatnsins. Þar fyrir neðan er sjávarlag,
Sem getur orðið um 8 m á þykkt í dýpsta hluta
vatnsins. Skilin milli þessara tveggja laga eru mjög
afmörkuð, og þar nemur seltubreytingin 20-25%o á
metra. Þykkt ferskvatnslagsins breytist með árs-
O'ðum. Á vorin og sumrin, þegar enginn ís er á vatn-
*nu, er þykktin 2-2Vi m (2. mynd a), en þegar það er
ISl lagt á veturna og ferskvatnsrennsli í lágmarki,
Eetur ferska lagið orðið mjög þunnt (2. mynd b). í
úýpsta hluta salta lagsins er seltan nálægt 32%o, sem er
aðeins um 2-3 seltueiningum lægra en í mynni Eyja-
fjarðar.
Þar sem eðlisþyngd vatns ræðst aðallega af upp-
leystum efnum, þ.e. seltu, verður geysiskarpur eðlis-
þyngdarstígandi á skilunum milli yfirborðslagsins og
salta lagsins fyrir neðan. Af því leiðir aftur, að lóðrétt
blöndun verður mjög takmörkuð nema í miklu hvass-
viðri. Með tilliti til þess hve breitt sandrifið framan
við vatnið er, má telja ósennilegt, að sjór seytli í
gegnum það í teljandi magni. Sjávarlagiðendurnýjast
því lítið sem ekkert nema sjór geti streymt inn í vatnið
um sjávarósinn. En það á sér ekki stað við venjulegar
aðstæður, jafnvel ekki í stórstraumi. Heimamenn
sem best þekkja til telja, að skilyrði fyrir sjávar-
streymi inn í vatnið séu þau, að saman fari stór-
straumur og brim af völdum haföldu, eins og fram
kemur hjá Þorvaldi Thoroddsen og nefnt var hér að
framan. Þetta á sér einkum stað á veturna og er þá
háð norðan- eða norðaustanvindum. Því má ætla, að
selta og aðrir efnaeiginleikar í dýpstu lögum vatnsins
kunni að vera breytilegir frá einu ári til annars, sem
afleiðing af mismunandi vetrarstormum. Eins og við
munum sjá, benda athuganir okkar einmitt til þess,
að svo sé.
Öll þau sumur sem við höfum gert athuganir á vatn-
inu á tímabilinu 1978-1983, hefur hitahámark fundist
efst í salta laginu á þriggja til fjögurra metra dýpi.
Mest áberandi var þó hitahámarkið í ágúst 1980, en
það sumar var hlýtt í veðri og stillur. Sem dæmi um
breytingar á hita með dýpi á mismunandi árstímum
eru sýndar á 3. mynd niðurstöður frá 1980-1981.
Fram kemur að hinn 21. maí 1980, skömmu eftir að ís
fór af vatninu, mátti greina lítils háttar hitahámark á
3-3Vi m dýpi, þar sem hitinn var kominn upp í 8.5° C.
Um miðjan júní var hann 15° á 3!/2 m dýpi og 19. ágúst
komst hann upp í næstum 20° á rúmlega 4 m dýpi. Er
það sambærilegt við sjávarhita í Biskay-flóa á heitasta
tíma árs. í lok nóvember var vatnið ísi lagt, og mikil
kæling hafði átt sér stað í yfirborðslaginu. Nú fundust
leifar sumarhámarksins á 5-6 m dýpi, þar sem hitinn
var 9.5°. Loks sjáum við, að í apríl 1981, nokkru áður
en ísinn bráðnaði, hafði vatnið enn kólnað töluvert
frá því sem var í nóvember, og nú mældist hæsti
hitinn, 7.8°, á 7 m dýpi. Þannig sést, að kælingin étur
sig niður í salta lagið, og því virðist hitahámarkið fær-
ast neðar og neðar, þegar líður á veturinn.
Nákvæmt yfirlit yfir skammtíma breytingar á hita-
stigi efst í salta laginu fékkst með hitaskynjara.
Honum var lagt á 'bVi m dýpi þ.e. 1-1/2 m undir fersk-
vatnsskilunum nálægt miðju vatni, þar sem það er
dýpst, hinn 20. maí 1980 og tekinn upp 21. maí 1981.
Skynjarinn skrásetti hitastigið á klukkutíma fresti á
ÆGIR-517