Ægir - 01.10.1983, Blaðsíða 52
NÝ FISKISKIP
Gullver NS 12
Nýr skuttogari, m/s Gullver NS12, bættist við fiski-
skipastól landsmanna 12. júlí s.l., en þann dag kom
skipið í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Seyðis-
fjarðar. Gullver NS ersmíðaður hjá Flekkefjord Slipp
& Maskinfabrikk i Flekkefjord i Noregi og er smíða-
númer 132 hjá stöðinni. Gullver NS, sem er smíðaður
eftir teikningu frá Ankerlökken Marine A/S, er tólfti
skuttogaririn sem umrœdd stöð smíðar fyrir íslend-
inga, en auk þess hefur stöðin séð um smíði á einum
skuttogaraskrokk fyrir Slippstöðina, sem Slippstöðin
lauk við frágang á og afhenti í apríl 1977 (Björgúlfur
EA). Skrokkar allra þessara skuttogara eru smíðaðir
hjá Kvina Verft í Noregi, sem annast hefur þann þátt
smíðinnar fyrir Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk.
Peir skuttogarar sem stöðin hefur áður smíðað fyrir
íslendinga eru: Júlíus Geirmundsson ÍS (nú Bergvík
KE), Guðbjartur ÍS, Bessi ÍS, Framnes 1 ÍS og
Björgvin EA, systurskip, mesta lengd 46.56 m; - Guð-
björg ÍS (nú Snœfugl SU), GylliríS, ÁsgeirRE ogÁs-
björn RE, systurskip smíðuð eftir sömu frumteikn-
ingu, en 3.3 m lengri en upphaflegu skipin; - Júlíus
Geirmundsson ÍS, mesta lengd 53.45 m; Guðbjörg ÍS,
mesta lengd 55.40 m; og nú síðast Gullver NS, sem
smíðaður er eftir sömu frumteikningu og 2. kynslóðin
(togarar nr. 6-9) en breytt skrokklögun afturskips
(meira skrúfupláss) og breytt fyrirkomulag einkum
varðandi íbúðir og togþilfar. Togþilfar skipsins er að
fyrirkomulagi til hliðstœtt því sem er í nýju Guðbjörg-
inni, þ.e. gangurfyrir miðjufram að stefni með tveim-
ur tvöföldum bobbingarennum ogþilfarshús ísíðum.
Gullver NS er í eigu Gullbergs h.f. á Seyðisfirði og
kemur í stað samnefnds skuttogara (mesta lengd 40.0
m) sem keyptur var 4ra ára gamall til landsins árið
1972. Eldra skipið gekk upp ísmíðasamningfyrir nýja
skipið. Seyðfirðingar eiga fyrir einn skuttogara, Gull-
berg NS, smíðaður í Noregi árið 1977. Skipstjóri á
Gullveri NS er Jón Pálsson og 1. vélstjóri Einar J.
Hilmarsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Adolf
Guðmundsson.
Almenn lýsing:
Skipið er smíðað úr stáli skv. reglum Det Norske
Veritas í flokki i^lAl, Stern Trawler, Ice C, |J(MV.
Skipið er skuttogari með tveimur þilförum stafna á
milli, skutrennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri
hluta efra þilfars og brú aftantil á hvalbaksþilfari.
Mesta lengd ......................... 49.86 m
Lengd milli lóðlína ................. 44.00 m
Breidd ............................... 9.50 m
Dýpt að efra þilfari ................. 6.60 m
Dýpt að neðra þilfari ................ 4.35 m
Eiginþyngd ............................ 673 t
Særými (djúprista 4.30 m) ............ 1061 t
Burðargeta (djúprista 4.30) ........... 388 t
Lestarrými ............................ 490 m3
Brennsluolíugeymar .................. 129.3 m3
Daggeymir ............................. 2.5 m3
Ferskvatnsgeymar...................... 68.2 m’
Ganghraði (reynslusigling) ........... 13.3 hn
Rúmlestatala .......................... 423 brl
Skipaskrárnúmer ...................... 1661
Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum
vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið
framan frá: Stafnhylki fyrir brennsluolíu; keðju-
kassar ásamt botngeymi fyrir brennsluolíu; fiskilest
með botngeymum fyrir brennsluolíu (framantil), og
ferskvatn (aftantil); vélarúm með síðugeymum; og
skutgeyma aftast fyrir brennsluolíu.
Fremst á neðra þilfari er stafnhylki fyrir brennslu-
olíu en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er
vinnuþilfar með fiskmóttöku og aftast stýrisvélarrúm
fyrir miðju. Til hliðar við fiskmóttöku og stýrisvélar-
rúm er verkstæði og vélarreisn s.b.-megin, en b.b.-
megin geymsla og vélarreisn.
Fremst á efra þilfari (í hvalbak) er aðstaða til við-
gerða á veiðarfærum og veiðarfærageymslur, en þat
fyrir aftan eru þilfarshús í síðum; s.b.-megin ísvéla-
klefi og klefi fyrir raf-/vökvaþrýstikerfi vindna, en
b.b.-megin eru íbúðir og þar aftan við stigagangút
niður á vinnuþilfar. Milli síðuhúsa er gangur fynr
boggingarennur. Togþilfar skipsins er aftan við hval-
bak og tengist áðurnefndum gangi. Vörpurenna
kemur í framhaldi af skutrennu, og greinist hún 1
fjórar bobbingarennur, sem ná fram að stafni, þanmg
að unnt er að hafa tvær vörpur undirslegnar og til'
búnar til veiða. Aftarlega á togþilfari, til hliðar við
vörpurennu, eru síðuhús (skorsteinshús), og er stiga-
gangur í s.b.-húsi niður á neðra þilfar. Yfir afturbrun
556 - ÆGIR